21. febrúar 2025
Ný orlofsíbúð Sameykis í Reykjavík

Opnað hefur verið fyrir bókanir á Orlofshúsavef Sameykis á nýrri orlofsíbúð félagsins að Grandavegi 42G nr. 402 fyrir tímabilið 21. febrúar til 23. maí 2025.
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum en annað þeirra nýtist einnig sem stofa.
Orlofsíbúðin er á 4. hæð í lyftuhúsi við Grandaveg 42 í blokk G. Hún er 74 fermetrar að stærð, með gistipláss fyrir allt að fjóra, þarf af tveir á svefnsófa í stofu. Skipulag orlofsíbúðarinnar skiptist í þvottaherbergi, baðherbergi með sturtu, svefnherbergi, sjónvarpsherbergi með svefnsófa, eldhús og stofu í sama rými og svalir með svalalokun.
Í svefnherbergi er tvíbreytt rúm 160x200 og svefnsófi í stofu er 140x200 að stærð. Eitt ferðabarnarúm ásamt barnastól er í íbúðinni.
Sjá meira á Orlofshúsavef Sameykis.