21. febrúar 2025
Opinberi vinnumarkaðurinn er vinnumarkaður kvenna

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingar BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingar BSRB, og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, skrifa um kynskiptan vinnumarkað. Í greininni Kynskiptur vinnumarkaður, sem birtist fyrst á Vísi, segja þær að æltunin sé að birta tölfræðigreinar sem muni varpa ljósi á kynjamisrétti á vinnumarkaði til að vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga.
Í þessari fyrstu grein er fjallað um kynskiptan vinnumarkað sem hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. „Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks.“
Þá segja það að konur starfi í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%) og um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði.
„Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%.“
Í lok greinarinnar segja þær að afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar sé að álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða.
„Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur.“
Greinina má lesa í heild sinni hér.