Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. febrúar 2025

Lífeyrismál: Meðaltalsregla eða eftirmannsregla við töku lífeyris

Þóra Jónsdóttir hjá Brú lífeyrissjóði .

Þóra Jónsdóttir hjá Brú lífeyrissjóði fjallaði um þær tvær reglur, meðaltalsreglu og eftirmannsreglu, sem eiga til að vefjast fyrir fólki á hvorri reglunni það eigi að vera á þegar það fer á lífeyri.

Hvað varðar þessar tvær reglur, eiga þær einungis við þau sem eru í B-deild LSR og R-deild hjá Brú lífeyrissjóði. Þóra sagði að það geti skipt miklu máli hvorri reglunni sjóðsfélagi tilheyrði vegna lífeyrisgreiðslna. Hún sagði að mikið væri fjallað um þetta meðal sjóðsfélaga og starfsfólks sjóðanna - hvort það ætti að færa sig af eftirmannsreglu yfir á meðaltalsreglu til að fá hærri lífeyrisgreiðslu.

„Meðaltalsreglan er tengd vísitölu opinberra starfamanna og hækkar þegar laun hækka samkvæmt kjarasamningum. Eftirmannsreglan fylgir aftur á móti eftirlaunum samkvæmt launaþróun eftirmanns í starfi við töku lífeyris. Meðaltalsreglan hefur skilað betri lífeyristekjum en eftirmannsreglan, en hjá LSR hefur meðaltalsreglan verið starfsfólki sjóðsins nokkuð hugleikin. Ef við horfum á samanburð á vísitölu meðaltals- og eftirmannsreglu hjá LSR frá 2006 til 2023 kemur í ljós að vísitala meðaltalsreglunnar hefur hækkað úr 100 frá árinu 2006, í 329 í desember 2023. Vísitala eftirmannsreglunnar hækkaði ekki eins mikið á sama tímabili, eða í 282,3 og var 12,67 prósent undir meðaltals vísitölu í upphafi árs 2023. Munurinn er um 14,19 prósent á milli eftirmannsreglu og meðaltalsreglu, meðaltalsreglunni í hag. Við viljum vekja athygli fólks á því að athuga á hvorri reglunni það ætli að tilheyra. LSR býður upp á aðstoð við að reikna út á hvorri reglunnu fólk skal vera á svo að lífeyristekjur skerðast ekki.“


Mikilvægt er að fólk upplýsi lífeyrissjóði þegar það fer á lífeyrir, og ef breytingar verða á tekjum, í hvaða skattþrepi viðkomandi er.

Fjármagnstekjur og skerðingar vegna þeirra
Þóra sagði að eftirlaunafólk sem er búið að taka úr lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum þurfi að vera meðvitað um að fjármagnstekjur séu rétt skráðar svo ekki komi til skerðingar lífeyristekna.

„Allir sem fara á lífeyri greiða skatta af lífeyristekjum sínum til ríkissjóðs. Mikilvægt er að fólk upplýsi lífeyrissjóði þegar það fer á lífeyrir, og ef breytingar verða á tekjum, í hvaða skattþrepi viðkomandi er. Ef fólk er ekki vakandi fyrir því hvort skattar af tekjum séu ofgreiddir eða vangreiddir getur það leitt til skerðingar lífeyristekna og það viljum við ekki hjá lífeyrissjóðunum,“ sagði Þóra.

Makalífeyrir - réttindi þegar maki fellur frá
Hún sagði að hægt sé að óska eftir skiptingu tekna lífeyrisgreiðslna en undantekning er á því þegar annar aðilinn fer inn á hjúkrunarheimili. Sá sem fer í slíka þjónustu og er tekjuhærri einstaklingur en sá sem heima situr, þarf að endurskoða skiptingu tekna hjá lífeyrissjóðum svo sá sem er heima við verði ekki fyrir skerðingu lífeyrisgreiðslna.

„Varðandi makalífeyrir þá skerðast ekki réttindi maka þegar hann fellur frá. Kerfin eru þó ólik, en fullur makalífeyrir er í 5 ár eftir að maki fellur frá í A-deild Brúar og LSR. Þetta er þó breytilegt þegar ungt fólk fellur frá, en að öllu jöfnu gildir fimm ára reglan frá andláti sjóðsfélaga. Þá er framreikningsréttur ef sjóðfélagi fellur frá um aldur fram og er þá framreiknaður rétturinn til 65 ára. Þetta er gríðarlega mikilvægur réttur þegar aðstæður eru þannig. Makaréttindi Brúar í B-deildinni er til æviloka nema þegar maki giftist á ný. Þó eru undantekningar á því.

Makalífeyrir í A-deild Brúar og LSR:
• Greiðist til maka í 5 ár frá andláti sjóðfélaga
• Fullur makalífeyrir: 50% af réttindum sjóðfélaga fyrstu 3 árin
• Hálfur makalífeyrir: 25% af réttindum sjóðfélaga næstu 2 árin
• Ef börn hins látna eru á framfæri eftirlifandi maka greiðist fullur makalífeyrir þar til yngsta barn nær 22 ára aldri

Makalífeyrir í B- deild og R-deild Brúar og B-deild LSR:
• Greiðist maka til æviloka
• Réttur til makalífeyris fellur niður ef maki giftist aftur
• Réttur til makalífeyris myndast á meðan hjúskap stendur og haldast þrátt fyrir hjúskaparslit
• Makalífeyrir greiðist því líka til fyrrverandi maka og hjúskaparsaga stýrir hve mikil réttindi hver maki fær
• Fullur makalífeyrir: 50% af réttindum sjóðfélaga, en 20% greiðist til viðbótar til eftirlifandi maka ef: Hinn látni var að greiða í B-deild við andlát og var í 100% starfshlutfalli. Hinn látni var að greiða í B-deild fram að eftirlaunatöku og var í 100% starfshlutfalli

Séreignasparnaður og skerðingar vegna hans
Þóra sagði varðandi séreignasparnað, að til skerðingar lífeyrisréttinda kemur þegar hann er tekinn út í einu lagi og lagður inn á bankabók einstaklings. Um leið er hann þá framtalinn sem fjármagnstekjuskattur og er þá skattlagður samkvæmt því. Ekki kemur til skerðingar ef sérseignasparnaðurinn er geymdur hjá lífeyrissjóði og tekinn út í jöfnum greiðslum. Skerðingar verða þegar tekjur eru yfir 200 þúsund á mánuði alla jafna umfram fjármagnstekjur eða aðrar tekjur.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd