Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. febrúar 2025

Lífeyrismál: Skerðingar lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna

Anna Björk Sigurðardóttir hjá LSR.

Anna Björk Sigurðardóttir hjá LSR fjallaði á fundi í dag hjá Lífeyrisdeild Sameykis um lífeyrismál opinberra starfsmanna og helstu breytingar sem orðið hafa á réttindum þeirra. Hún rifjaði upp í þvi sambandi samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera vinnumarkaðarins og almenna vinnumarkaðarins árið 2016. Hún sagði að markmiðið með samkomulaginu sem gert var milli BSRB, BHM og KÍ og ríkis og sveitarfélaga að jafna lífeyrisréttindin milli vinnumarkaða.

„Samkomulagið snérist um að lífeyriskerfið væri fullfjármagnað og myndi standa undir lífeyrisgreiðslum, væri sjálfbært og kæmi ekki til aukagreiðslna úr ríkissjóði sem fjármagnaðar eru með skattgreiðslum. Lög um þetta tóku svo gildi 1. júní 2017. Fyrir breytinginar voru opinberir starfsmenn fram að þessum tíma með lífeyristökualdur sem miðaðist við 65 ára aldur, en á almenna vinnumarkaðnum 67 ára aldur. Opinberir starfsmenn gáfu eftir lífeyrisréttindi sín og ríkið átti að jafna launamuninn á móti,“ sagði Anna Björk.


Anna Björk sagði að iðgjald launafólks til lífeyrissjóða haldist óbreytt í 15,5-16 prósentum en iðgjaldið muni ekki koma til að standa undir lífeyrisgreiðslum í framtíðinni.

Skemmst er frá því að segja, eins og kunnugt er, að samkomulagið stóð í viðsemjendum, ríkis og sveitarfélaga, um margra ára skeið að jafna laun milli vinnumarkaða á móti, og hefur verið uppspretta kjaradeilna m.a. kennara við ríki og sveitarfélög þar til í gær 25. febrúar þegar kennarar skrifuðu undir kjarasamning. Jöfnun launa milli markaða hefur verið eitt af baráttumálum BSRB og Sameykis í kjarasamningsviðræðum á umliðnum árum og hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum hjá bandalaginu.

Iðgjaldið eitt mun ekki standa undir lífeyrisgreiðslum
Anna Björk sagði að iðgjald launafólks til lífeyrissjóða haldist óbreytt í 15,5-16 prósentum en iðgjaldið muni þó ekki koma til með að standa undir lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Þá sagði hún að komið hafi fram í lífslíkuspám að líftími Íslendinga sé að aukast frá því sem áður var og það hafi haft áhrif á lífeyrissjóðina.

„Lífslíkuspár reikna með að meðal líftími Íslendinga sé lengri eða til 87 ára aldurs, og þeim muni fjölga mjög í framtíðinni sem fara á lífeyri. Fjölgunin sem fara á lífeyri er hjá öllum en mest hjá þeim sem eru yngstir nú. Reiknað er með því að lífeyrisgreiðslur standi yfir í 20 ár. Það er alveg ljóst að framtíðarvirði iðgjalda geta ekki staðið undir þessum lífeyriskostnaði og því þarf að lækka árlega fjárhæð eftirlauna til að koma á jafnvægi milli iðgjalda og eftirlaunagreiðslna. Brú hafi ákveðið að lækka öll áunnin réttindi um 10 prósent til að standa undir lífeyrisgreiðslu og hjá LSR voru öll áunnin réttindi lækkuð að meðaltali 9,9 prósent. Með hækkandi lífaldri er lækkunin hjá LSR aldursháð, en að meðaltali er hún 11,5 prósent yfir allan sjóðsfélagahópinn,“ sagði Anna Björk.

Reglur lífeyrissjóðanna eftir lagabreytingarnar 2017 fela í sér eftirfarandi:

Iðgjald launagreiðanda er ekki lengur breytilegt heldur fast

• Launagreiðendur bera ekki lengur ábyrgð á að iðgjöld standi undir lífeyrisréttindum
• Sjóðunum skylt að lækka réttindi ef iðgjöld standa ekki undir þeim
o Hið opinbera verði áfram með ábyrgð á réttindum þeirra sem voru orðnir 60 ára þann 1.6.2017 eða komnir á lífeyri á þeim tíma

Sjóðirnir taka upp aldurstengt kerfi þar sem réttindaávinnsla er í takt við aldur
• Því yngri sem sjóðfélagi er, því meiri réttindi fær hann fyrir iðgjaldið sitt
• Allir nýir sjóðfélagar frá 1.6.2017 fara í aldurstengda kerfið
• Lífeyristökualdur hækkaður í 67 ár
• Iðgjald helst óbreytt í 15,5 – 16%

Jafnri ávinnslu lokað fyrir nýjum sjóðfélögum
• Þeir sem voru orðnir sjóðfélagar þann 1.6.2017 fá að vera áfram í jafnri ávinnslu ef launagreiðandi samþykkir að greiða lífeyrisaukaiðgjald til viðbótar við sitt mótframlag


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd