27. febrúar 2025
Hægt er að óska eftir Orlofsblaði Sameykis í pósti

Orlofsblað Sameykis 2025.
Við vekjum athygli á að hægt er að panta prentútgáfu af Orlofsblaði Sameykis 2025 fyrir þau sem það vilja og fá sent heim í pósti.
Þau sem óska eftir að fá Orlofsblað Sameykis 2025 sent í pósti þurfa að panta það með því að smella á hnappinn hér að neðan og fylla út pöntunarform; fullt nafn, heimilisfang, póstnúmer og stað.
Frestur til að sækja um orlofshús er frá 28. febrúar til 24. mars. Orlofstímabilið er frá 23. maí til 22. ágúst 2025 en úthlutun lýkur 28. mars nk. Dagleiguhús opna 2. apríl.
Einnig er hægt að skoða rafræna útgáf blaðsins hér undir útgefið efni.
Panta prentúgáfu af Orlofsblaði Sameykis 2025