13. mars 2025
Umsóknarfrestur um orlofshús fyrir tímabilið maí til ágúst

Orlofshús Sameykis í Eyrarhlíð í Munaðarnesi. Ljósmynd/Axel Jón
Frestur til að sækja um orlofshús hjá Sameyki er frá 28. febrúar til 24. mars fyrir orlofstímabilið 23. maí til 22. ágústs 2025. Úthlutun fyrir þetta tímabil lýkur 28. mars nk. Punktastaða félagsmanna ræður úthlutun. Því fleiri punktar, þeim mun meiri möguleikar.
Vikuleigan „kostar“ 40 punkta. Ekki þarf þó að „eiga“ 40 punkta til að fá úthlutað heldur fer punktastaðan í mínus en jafnast svo út með tímanum. Aðeins er úthlutað einni viku til umsækjanda hverju sinni. Lesa má um orlofspunkta og úthlutanir á vef Sameykis hér.
Dagleiguhús opna 2. apríl. Þann 15. apríl verður opnað fyrir haustið, en haust tímabilið er 22. ágúst til 5. janúar. Hægt er að skoða rafræna útgáfu Orlofsblaðs Sameykis hér.