Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. mars 2025

Heildarsamningur Sameykis og ríkisins

Sameyki og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa gefið út heildarkjarasamning sem byggir á þeim samningum sem hafa verið undirritaðir af aðilum.

Í kjarasamningi aðila sem undirritaður var í júní 2024 var gerð bókun um útgáfu heildarkjarasamnings. Aðilar voru sammála um að fella texta nýjasta samningsins að heildartexta kjarasamnings og eftir atvikum taka út bókanir sem ekki áttu lengur við. Var farin sú leið að miða heildarkjarasamninginn við 1. nóvember 2024 þrátt fyrir að gildistaka hans sé frá og með 1. apríl 2024. Ástæða þess er að miklar breytingar á kjarasamningnum, svo sem breytingar sem snúa að fylgiskjölum 1 og 2 um betri vinnutíma, tóku ekki gildi fyrr en 1. nóvember 2024.

Jafnframt viljum við benda á að við gerð heildarkjarasamningsins var bókun um önnur laun uppfærð og er nú bókun 6 undir bókunum 2024 (var áður bókun 9 frá árinu 2019). Uppfærslan felur í sér að á samningstímanum skuli önnur laun skv. grein 1.1.3 taka hækkun um:

  • 3,25% hækkun frá 1. apríl 2024
  • 3,5% hækkun frá 1. apríl 2025
  • 3,5% hækkun frá 1. apríl 2026
  • 3,5% hækkun frá 1. apríl 2027

Einnig viljum við vekja athygli á leiðbeiningum stýrihóps um betri vinnutíma sem snúa að ýmsum ákvæðum samningsins. Þeim er ætlað að auka gagnsæi og tryggja sameiginlegan skilning aðila á efni og framkvæmd samningsins. Þær taka meðal annars til ráðninga í tímavinnu, mönnunar á stórhátíðardögum og hléa frá vinnu í ljósi nýs vinnutímafyrirkomulags. Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér leiðbeiningarnar.

Heildarkjarasamningurinn, launatöflur og leiðbeiningarnar eru aðgengileg hér undir Kaup og kjör; Kjarasamningar; Ríkið.

Hér getur þú nálgast: