Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Málþing 2023

Þema málþingsins árið 2023 var Stjórnun í breyttum heimi - áskoranir sem mæta stjórnendum og starfsfólki. Málþingið var haldið 16. febrúar kl. 14-16:15 á Hilton Reykjavík Nordica.
Halda áfram


Stjórnun í breyttum heimi - áskoranir sem mæta stjórnendum og starfsfólki

Málþingsstjóri var Felix Bergsson.

Kl. 14:00-14:05  Setning 

Kl. 14:05-14:35  Traust - Haukur Ingi Jónasson

Kl. 14:35-15:05  Fjölbreytileiki - Guðrún Hildur Ragnarsdóttir

Kl. 15:05-15:20  Hlé  

Kl. 15:20-15:50  Tilgangur og mikilvægi starfs, færni á 21. öldinni - Sigríður Hulda Jónsdóttir

Kl. 15:50-16:10  Umræður í pallborði

Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar
 Aldís Magnúsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins
Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða

Kl. 16:10- 16:15 Samantekt málþingsstjóra  

 


Haukur Ingi Jónasson, lektor í HR
Traust 

Traust er lykilþáttur í mannlegum tengslum og samstarfi á vinnustað. Traust er einnig lykilþáttur þegar kemur að því að skipulagsheild geti vaxið og dafnað. Traust þarf að ávinna og það krefst ásetnings og viðvarandi viðhalds. Í fyrirlestrinum er fjallað um eðli trausts og um hvernig byggja má upp traust á milli fólks á vinnustað. Gefin verða góð ráð og þau studd með áhugaverðum dæmum.



Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, fv. framkvæmdastjóri BEAM EMEA hjá Expedia Group
Fjölbreytileiki og inngilding krafa í dag
Síðustu ár hafa litast af röð atburða sem hafa leitt af sér byltingar á borð við „Metoo“ og „Black Live Matters“ og hafa fræðimenn sett þessar byltingar í samhengi við kerfislega þætti sem hafa ekki hjálpað þessum hópum heldur þvert á móti. Með því að rýna í af hverju þessar bylgjur fara af stað kemur í ljós að minnihlutahópar hafa ekki setið við sama borð í áratugi, jafnvel aldir, og sitja ekki við sama borð enn þann dag í dag. Tækifærin eru ekki þau sömu fyrir alla og hefur umræðan færst yfir í hvernig getum við skapað jöfn tækifæri fyrir alla. Vegna mikils upplýsingaflæðis og vegna þess að fólk er meira upplýst í dag en það var áður þá er fólk farið að gera auknar kröfur um að það sé hlustað á þessa hópa og þeim sinnt. Fólk sækir í auknum mæli í fyrirtæki og stofnanir þar sem öllum er vel tekið og fjölbreytileiki og inngilding er höfð að leiðarljósi. Slík stefna er í dag orðin krafa frá starfsfólki.
 
 
Sigríður Hulda Jónsdóttir, eigandi fræðslu- og ráðgjafa-fyrirtækisins SHJ ráðgjöf
Tilgangur og mikilvægi starfs, færni á 21. öldinni

Hvernig viðhöldum við sérstöðu og ástríðu í starfi og mætum tækifærum og áskorunum í vinnuumhvefi á 21. öldinni?
 
SHJ ráðgjöf sérhæfir sig í fræðslu, stefnumótunarvinnu og stjórnendaþjálfun fyrir vinnustaði. Sigríður Hulda Jónsdóttir lauk MBA gráðu 2017, áður MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf, BA gráðu í uppeldis- og menntunarfæðum auk kennluréttinda allt frá HÍ. Sigríður Hulda var forstöðumaður Stúdentaþjónustu við Háskólann í Reykjavík um árabil og áður náms- og starsráðgjafi við framhaldsskóla. Hefur auk þess stýrt og tekið þátt í fjölda verkefna fyrir Menntamálaráðuneytið og Evrópuverkefna.

  

Áður hafa verið haldin málþingin: