Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Málþing um mannauðsmál

Þema málþingsins árið 2025 er jákvæð vinnustaðamenning. Málþingið er haldið 13. febrúar kl. 14 til 16:15 á Hilton Reykjavík Nordica.
Halda áfram

Jákvæð vinnustaðamenning 

Skráning á málþingið

Málþingsstjóri verður Sirrý Arnardóttir

Dagskrá málþings 13. febrúar 2025

Kl. 14:00-14:05      Setning málþings. Sirrý Arnardóttir 

Kl. 14:05-14:25     Unnið í þágu samfélags: Aðhaldsstefnan, umræðan og gæði starfa. Kolbeinn Stefánsson

Kl. 14:25-14:50     Ávinningur tilfinningagreindar hjá stjórnendum. Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Kl. 14:50-15:05     Kaffihlé  

Kl. 15:05-15:15     EKKO málin eru stóru málin. Tómas Bjarnason

Kl. 15:15-15:35     Örugg teymi - öflug forvörn. Kristrún Anna Konráðsdóttir

Kl. 15:35-16:00     Einelti, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, úrvinnsla á málum. Þórkatla Aðalsteinsdóttir

Kl. 16:00-16:10    Hvað tekur þú með þér af málþinginu, samtal á milli þátttakenda.

Kl. 16:10-16:15    Samantekt málþingsstjóra  

 

  Málþingsstjóri
Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari. Fjölmiðlakona til 30 ára, fyrirlesari og rithöfundur. Kennari við Háskólann á Bifröst til margra ára. Menntuð í félags- og fjölmiðlafræði frá HÍ og frá Bandaríkjunum.


Unnið í þágu samfélags: Aðhaldsstefnan, umræðan og gæði starfa
Kolbeinn Stefánsson, efnahagsfélagsfræðingur er með doktorspróf í félagsfræði frá Oxfordháskóla og starfar sem dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Í erindinu er fjallað um opinbera umræðu í kringum störf á vegum hins opinbera og hvaða áhrif viðvarandi aðhaldsstefna hefur á áhrif starfsgæða.

Ávinningur tilfinningagreindar hjá stjórnendum
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun og vottaður tilfinningagreindarþjálfi. Hagfræðingur með MS í stjórnun og stefnumótun. Býr yfir áratugareynslu sem stjórnandi, ráðgjafi og greinandi. Breytinga- og krísustjórnun er hennar kjarnafærni og hún býr yfir margþættri reynslu á því sviði. Hún brennur fyrir að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um eigin getu og að sjá teymi vinna þannig saman að töfrar verði til.

Rætt verður um samband stjórnanda- og leiðtogafærni. Tilfinningagreind verður útskýrð og hvernig hún tengist leiðtogafærninni. Einnig verður farið yfir einfaldar en áhrifaríkar leiðir og aðferðir við að efla tilfinningagreind sína og þar með leiðtogafærni. Afrakstur aukinnar tilfinningagreindar og leiðtogafærni hjá stjórnendum skilar sér í meiri helgun hjá starfsfólki og þar með aukinni skilvirkni, bættri líðan og minni starfsmannaveltu.

 

EKKO málin eru stóru málin
Tómas Bjarnason er sviðsstjóri hjá Stjórnendaráðgjöf Gallup og er með doktorspróf í félagsfræði frá Háskólanum í Gautaborg.


Niðurstöður á EKKO (einelti, kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi) spurningunum eru skoðaðar og breytingar frá fyrri árum. Þá fer hann yfir tengslin milli EKKO spurninganna og þáttanna níu sem eru mældir í Stofnun ársins.




Örugg teymi - öflug forvörn
Kristrún Anna Konráðsdóttir, ACTC vottaður teymisþjálfi og Fearless Organization Practitioner sem hefur sérhæft sig í að efla samskipti og öryggi innan teyma. Í gegnum teymisþjálfun og uppbyggingu sálræns öryggis hefur hún séð hvernig teymi umbreytast, finna hugrekki til að takast á við erfið málefni og skapa rými þar sem allar raddir skipta máli.Kristrún vinnur náið með stjórnendum og teymum við að byggja upp umhverfi þar sem fólk styrkist, nær árangri og hefur gaman af því að takast á við krefjandi verkefni saman.

Hvernig getur uppbygging teymissamvinnu og sálræns öryggis verið öflug forvörn gegn EKKO? Í fyrirlestrinum skoðum við hvað rannsóknir sýna okkur um tengsl sálræns öryggis og EKKO og skoðum saman hvernig örugg teymi eru betur í stakk búin til að taka á erfiðum málum strax. Við ræðum um hvernig teymissamvinna sem einkennist af trausti og virðingu getur fyrirbyggt óæskilega hegðun. Stjórnendur fá einnig praktísk verkfæri til að hefja vegferðina á sínum vinnustað.

     Einelti, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, úrvinnsla á málum
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, er með cand psych gráðu í sálfræði frá Svíðþjóð. Hún hefur langa reynslu á sviði meðferðar, handleiðslu og ráðgjafar til fagaðila og stjórnenda. Hún hefur sótt fjölda námskeiða á sviði sálfræðimeðferðar, sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum, áfallavinnu einstaklinga og ráðgjafar.

Í erindinu mun Þórkatla fjalla um hvernig við vinnum úr málum þolenda og gerenda ef upp kemur einelti, kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi á vinnustað

 

Áður hafa verið haldin málþingin: