Velsæld á vinnustað
Málþingsstjóri verður Sirrý Arnardóttir
Dagskrá málþings
Kl. 14:00-14:05 Setning
Kl. 14:05-14:35 Kveðjum snillinginn. Ragnhildur Vigfúsdóttir
Kl. 14:35-14:55 Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna? Helena Jónsdóttir
Kl. 14:55-15:10 Hlé
Kl. 15:10-15:30 Áhrif breytingaskeiðsins á heilsu og líðan kvenna. Sóley Kristjánsdóttir
Kl. 15:30-15:45 Er stjórnendahlutverkið tengslamyndandi hlutverk? Tómas Bjarnason
Kl. 15:45-16:05 Umræður fundargesta og niðurstöður
Kl. 16:05-16:15 Samantekt málþingsstjóra
Málþingsstjóri Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari. Fjölmiðlakona til 30 ára, fyrirlesari og rithöfundur. Kennari við Háskólann á Bifröst til margra ára. Menntuð í félags- og fjölmiðlafræði frá HÍ og frá Bandaríkjunum. | |
Kveðjum snillinginn Ragnhildur Vigfúsdóttir er markþjálfi og teymisþjálfi sem nýtir efni frá Dr Brené Brown, Lencioni og Designing Your Life með einstaklingum og teymum. Hún er með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði og hefur langa reynslu af starfsmannamálum. Það er mikið framboð og eftirspurn eftir snillingum ef marka má athugasemdir á samfélagsmiðlum og atvinnuauglýsingar meðan staðreyndin er sú að við erum flest meðalmenni. Hamrað er á að við eigum að fylgja köllun okkar og vera sífellt besta útgáfan af okkur sjálfum. Hvaða áhrif hafa þessar óraunhæfu kröfur okkur? Óttinn við að mistakast lamar okkur. Hann kemur í veg fyrir að við þorum að stíga fram og gera það sem okkur langar til að gera. Og það sem við þurfum að gera. Í þessu erindi verður fjallað um fullkomnunaráráttu, hugleysi og hvernig þjálfa má hugrekki. Fyrirlesari leitar í smiðju Dr Brené Brown, Design Thinking og jákvæðrar sálfræði. | |
Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna? Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur Helena Jónsdóttir heldur fyrirlestur um geðheilbrigði á vinnustað. Fyrirlestrinum er ætlað að veita upplýsingar og vekja viðstödd til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað og þær víðtæku og kostnaðarsömu afleiðingar sem fyrirtæki standa frammi fyrir sé ekki hugað að þessum málum. Í fyrirlestrinum er farið yfir þau helstu úrlausnarefni sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir þegar kemur að geðheilbrigði starfsfólks. Rætt er um áhrif stjórnunar og vinnufyrirkomulags fyrirtækja á geðheilsu starfsmanna, um skyldur og ábyrgð stjórnenda og þá þætti sem líklegir eru til að draga úr eða efla geðheilsu á vinnustað. Stuðst er við alþjóðlegar og íslenskar rannsóknir og fjallað er um þær leiðir sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin og alþjóðleg ráðgjafafyrirtæki hafa lagt til að farið sé eftir. | |
| Áhrif breytingaskeiðsins á heilsu og líðan Sóley Kristjánsdóttir, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup Sóley hefur haldið úti hlaðvarpinu "Að finna taktinn: Breytingaskeiðið", þar sem hún hefur fengið til sín konur til að ræða um breytingaskeiðið í sem víðasta samhengi, bæði faglega og reynsluleg. Markmið Sóleyjar er að stuðla að upplýstri og opinni umræðu, auk þess að varpa ljósi á upplifun kvenna og normalisera umræðuna um breytingaskeiðið. |
Er stjórnendahlutverkið tengslamyndandi hlutverk? Tómas Bjarnason, sviðsstjóri Stjórnendaráðgjafar Gallup Við hjá Gallup höfum litið á stjórnendahlutverkið sem tengslamyndandi hlutverk. En hvað er átt við með því og til hvers vegna er það mikilvægt? Í fyrirlestrinum fer ég yfir af hverju við lítum svo á, af hverju það er mikilvægt að horfa á stjórnendahlutverkið með þessum hætti og svo leiðir fyrir stjórnendur til að skapa og styrkja tengslin við starfsfólkið og teymið. |
Áður hafa verið haldin málþingin: