Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Sjálfstæði í starfi

Sjálfstæði í starfi er metið með fjórum spurningum, t.d. hversu góð tök starfsfólki finnst það hafa á starfi sínu, hversu góða yfirsýn það telur sig hafa yfir verkefni og þau áhrif sem fólk hefur í starfi sínu. Almennt mælist sjálfstæði í starfi mikið, en tæp 90% gefa sjálfstæði „góða“ einkunn (á bilinu 3,5 til 5). Sjálfstæði í starfi mælist það sama hjá Sameykisfélögum og þeim sem standa utan Sameykis en það mælist hærra hjá fyrirtækjum borgarinnar en annars staðar. Sjálfstæði í starfi vex með aldri, enda nær fólk yfirleitt betri tökum á starfi sínu með tímanum og oft getur fólk líka með tímanum aðlagað starfið smám saman að styrkleikum sínum. Stjórnendur gefa hærri einkunn á þættinum en aðrar starfsstéttir og mælist sjálfstæði lægst hjá starfsfólki sem starfar við öryggis-, eftirlitsstörf og ræstingar.

Hjá félagsmönnum Sameykis stendur sjálfstæði í starfi aðmestu í stað frá síðustu mælingu – þó að lítilsháttar lækkunnar verði vart.