Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Vinningshafar - Ríki og sjálfseignarstofnanir

Í efstu sætum eru bæði nýliðar og gamlir kunningjar
Stofnanir ársins eru þrjár: Nýsköpunarmiðstöð Íslands er sigurvegari í flokki stórra stofnana. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er sigurvegari í flokki meðalstórra stofnana og Jafnréttisstofa bar sigur úr býtum í flokki minnstu stofnananna.

Val á stofnun ársins fer þannig fram að valin er stofnun með hæstu heildareinkunn sem uppfyllir þátttökuskilyrði úr þremur stærðarflokkum og bera þessar þrjár stofnanir heitið „Stofnun ársins.“ Stærðarflokkarnir eru þrír; stofnanir með færri en 20 starfsmenn, stofnanir með 20-49 starfsmenn og stofnanir með 50 eða fleiri starfsmenn.

Fyrirmyndarstofnanir
Í hverjum stærðarflokki hljóta efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Í flokki stærstu stofnana eru fimm fyrirmyndarstofnanir og er gaman að segja frá því að nokkrir nýliðar eru á listanum. Þær eru auk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (sem lenti í 27. sæti í fyrra), Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (sem var í 10. sæti í fyrra), Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra (sem vermdi níunda sætið í fyrra en fimmta sætið árið þar á undan), Ríkisendurskoðun (sem sigraði fyrir ári) og Menntaskólinn við Hamrahlíð (sem lenti í 13. sæti á síðasta ári og 24. sæti
árið þar á undan).

Fyrirmyndarstofnanir (50 starfsmenn og fleiri)
1. Nýsköpunarmiðstöð Íslands
2. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
3. Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
4. Ríkisendurskoðun
5. Menntaskólinn við Hamrahlíð

Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar fimm. Tvær þeirra hafa síðustu ár skipt með sér efstu sætum. Sigurvegarinn er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (sem sigraði 2018 og var í öðru sæti í fyrra), Menntaskólinn á Tröllaskaga (sem sigraði í fyrra og var í öðru sæti árið á undan) og svo Menntaskólinn á Laugarvatni. Hann náði fjórða sæti í fyrra og 7. sæti árið 2018.

Fyrirmyndarstofnanir (20-49 starfsmenn)
1. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
2. Menntaskólinn á Tröllaskaga
3. Menntaskólinn á Laugarvatni
4. Samkeppniseftirlitið
5. Menntaskólinn á Egilsstöðum

Í flokki minnstu stofnananna eru fyrirmyndarstofnanir einnig þrjár, þ.e. Jafnréttisstofa (sem var í þriðja sæti í fyrra), Geislavarnir ríkisins (sem var í fjórða sæti í fyrra og því fimmta árið áður) og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (sem lenti í 8. sæti á síðasta ári og í þriðja sæti þar áður).

Fyrirmyndarstofnanir (færri en 20 starfsmenn)
1. Jafnréttisstofa
2. Geislavarnir ríkisins
3. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Hástökkvarar ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana
Hástökkvari könnunarinnar er Sjálfsbjargarheimilið. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir allar stofnanir á bilinu 1-100 og þá er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára. Sjálfsbjargarheimilið hækkar mest frá síðasta ári,

 

Sameyki óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.