Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Vinningshafar - Ríki og sjálfseignarstofnanir


Í efstu sætum eru bæði nýliðar og gamlir kunningjar
Stofnanir ársins eru þrjár: Heilsustofnun NLFÍ er sigurvegari í flokki stórra stofnana. Menntaskólinn á Egilsstöðum er sigurvegari í flokki meðalstórra stofnana og Jafnréttisstofa bar sigur úr býtum í flokki minnstu stofnananna.

Val á stofnun ársins fer þannig fram að valin er stofnun með hæstu heildareinkunn sem uppfyllir þátttökuskilyrði úr þremur stærðarflokkum og bera þessar þrjár stofnanir heitið „Stofnun ársins.“ Stærðarflokkarnir eru; stofnanir með færri en 40 starfsmenn, stofnanir með 40-89 starfsmenn og stofnanir með 90 eða fleiri starfsmenn.

Fyrirmyndarstofnanir
Í hverjum stærðarflokki hljóta efstu fimm stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Gaman að segja frá því að nokkrir nýliðar eru á listanum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vermir annað sæti listans á eftir Heilsustofnuninni (NLFÍ). Fjármála- og efnahagsráðuneytið var í 22. sæti stórra stofnana í síðustu mælingu og tekur því stórt stökk upp á við. Fjölbrautarskóli Suðurnesja er í þriðja sæti listans, en var í 7. sæti stórra stofnana í síðustu mælingu. Menntaskólinn í Hamrahlíð er í fjórða sæti listans, en skólinn var í 5. sæti stórra stofnana í síðustu mælingu. Í fimmta sætinu er svo ÁTVR eða Vínbúðin, sem um þessar mundir fagnar 100 ára afmæli. Vínbúðin var í 10. sæti stórra stofnana í síðustu könnun. Heilsustofnun NLFÍ, sem sigrar núna, var í 23. sæti í flokki stórra stofnana í síðustu mælingu. Hér er því um mikið og gott stökk hjá þeim að ræða.

Fyrirmyndarstofnanir (90 starfsmenn og fleiri)
1. Heilsustofnun NLFÍ
2. Fjármála- og efnahagsráðuneytið
3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
4. Menntaskólinn við Hamrahlíð
5. ÁTVR (Vínbúðin)

Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar einnig fimm, auk Menntaskólans á Egilsstöðum eru það Ríkisendurskoðun, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Skógræktin sem fá sæmdarheitið „fyrirmyndarstofnun“. Allar þessar stofnanir voru í flokki stórra stofnana í síðustu mælingu, nema Menntaskólinn á Egilsstöðum. Ríkisendurskoðun var þá í fjórða sæti, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ í öðru sæti, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var í þriðja sæti og Skógræktin í því níunda..

Fyrirmyndarstofnanir (40-89 starfsmenn)
1. Menntaskólinn á Egilsstöðum
2. Ríkisendurskoðun
3. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
4. Fjölbrautaskóli Norðulands vestra
5. Skógræktin

Í flokki minnstu stofnananna eru fyrirmyndarstofnanir Jafnréttisstofa, sem einnig var í fyrsta sæti í flokki minnstu stofnananna í síðustu mælingu, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Geislavarnir ríkisins og Héraðsdómur Reykjaness sem verma fimm efstu sætin. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn á Tröllaskaga voru í tveimur efstu sætunum í síðustu mælingu í flokki millistórra stofnana (með 20-49 starfsmenn). Geislavarnir ríkisins voru í öðru sæti í síðustu mælingu í flokki lítilla stofnana (með færri
en 20 starfsmenn). Héraðsdómur Reykjaness náði ekki inn á lista í síðustu mælingu.

Fyrirmyndarstofnanir (færri en 40 starfsmenn)
1. Jafnréttisstofa
2. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
3. Menntaskólinn á Tröllaskaga
4. Geislavarnir ríkisins
5. Héraðsdómur Reykjaness

Hástökkvarar ríkisstofnana og sjálfseignarstofnana
Hástökkvari ríkis- og sjálfseignarstofnana er Ríkiskaup. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir allar stofnanir á bilinu 1-100 og þá er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára. Ríkiskaup hækkar mest frá síðasta ári, eða um 68 sæti. Þá er átt við sæti á raðeinkunninni

 

Sameyki óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.