Helstu niðurstöður
Þetta er fyrsta árið sem Reykjavíkurborg tekur þátt fyrir allt starfsfólk. Val á stofnun ársins fer þannig fram að valin er stofnun með hæstu heildareinkunn sem uppfyllir þátttökuskilyrði úr þremur stærðarflokkum og bera þessar þrjár stofnanir heitið „Stofnun ársins.“ Alls náðu 175 starfsstaðir lágmarksviðmiðum og taka því þátt í vali á Stofnun ársins. Listanum er skipt í þrennt; minni, millistórir og stórir starfsstaðir. Í flokki stórra starfsstaða eru 44 starfsstaðir, í millistórum flokki eru 63 starfsstaðir og í hópi minni starfsstaða eru 68 starfsstaðir.
Stofnanir ársins eru þrjár: Frístundamiðstöðin Tjörnin er sigurvegari í flokki stórra stofnana. Hitt húsið er sigurvegari í flokki meðalstórra stofnana og Sambýlið Viðarrima bar sigur úr býtum í flokki minni stofnananna.
Fyrirmyndarvinnustaðir
Í hverjum stærðarflokki hljóta efstu fimm stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Í hópi stærstu starfsstaða eru fimm fyrirmyndarstarfsstaðir. Auk sigurvegara flokksins, Tjarnarinnar, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir, þar af eru þrjár frístundamiðstöðar. Þetta eru Frístundamiðstöðin Miðberg, Frístundamiðstöðin Brúin og Frístundamiðstöðin Kringlumýri. Frístundamiðstöðvarnar hafa margar
vermt efstu sæti listans um árabil. Auk þess er Álftamýrarskóli í fimmta sæti.
Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (50 starfsmenn og fleiri)
1. Frístundamiðstöðin Tjörnin
2. Frístundamiðstöðin Miðberg
3. Frístundamiðstöðin Brúin
4. Frístundamiðstöðin Kringlumýri
5. Álftamýrarskóli
Í hópi starfsstaða í millistærð eru einnig fimm fyrirmyndar vinnustaðir. Auk sigurvegara flokksins sem er Hitt húsið, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir. Þar af eru tveir leikskólar, Leikskólinn Grænaborg og Leikskólinn Lyngheimar. Þá eru Vesturbæjarlaug og Virknimiðuð stoðþjónusta Gylfaflöt einnig á listanum.
Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (25 til 49 starfsmenn)
1. Hitt Húsið
2. Leikskólinn Grænaborg
3. Leikskólinn Lyngheimar
4. Vesturbæjarlaug
5. Virknimiðuð stoðþjónusta Gylfaflöt
Í hópi minnstu starfsstaða eru einnig fimm fyrirmyndar vinnustaðir. Auk sigurvegara flokksins sem er Sambýlið Viðarrimi, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir. Þar af eru þrír íbúðakjarnar; Íbúðakjarni Starengi A, íbúðakjarninn Hraunbæ B og Íbúðakjarni Móavegi.
Þá eru Skíðasvæðin í 3ja sæti.
Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (færri en 25 starfsmenn)
1. Sambýlið Viðarrima
2. Íbúðakjarni Starengi A
3. Skíðasvæðin
4. Íbúðakjarni Hraunbæ B
5. Íbúðakjarni Móavegi
Ekki er valinn hástökkvari fyrir Reykjavíkurborg þar sem allt starfsfólk borgarinnar var þátttakandi í könnuninni í fyrsta skipti í ár.
Hér má nálgast heildarlista yfir starfsstaði Reykjavíkurborgar.
Sameyki óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara starfsstaða innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.