Aðgengi stofnana að ítarlegri niðurstöðum
Hjá Reykjavíkurborg þá verða niðurstöður starfsstaða birtar stjórnendum í skýrslu ef viðkomandi svið hefur náð 35% svarhlutfalli og að lágmarki hafi borist 5 svör.
Allar ríkisstofnanir sem eru þátttakendur í könnuninni fá senda skýrslu með niðurstöðum svo fremi sem skilyrði um lágmarkssvörun séu uppfyllt (þ.e. 35% svarhlutfall og fimm svör að lágmarki). Hver stofnun fær samanburð við stofnanaflokk og ríkisstofnanir í heild.
Öðrum vinnustöðum og fyrirtækjum sem tóku þátt fyrir allt starfsfólk gefst kostur á að kaupa skýrslu frá Gallup, svo framarlega sem skilyrði um svörun séu uppfyllt (þ.e. 35% svarhlutfall og fimm svör að lágmarki).
Í skýrslunni sem vinnustaðir fá er gerð ítarleg greining á niðurstöðum könnunarinnar. Í henni er m.a. borin saman meðaltalseinkunn hverrar spurningar hjá viðkomandi vinnustað við meðaltalseinkunn allra vinnustaða. Einnig eru breytingar frá síðustu mælingu skoðaðar þegar það á við.
Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við Tómas Bjarnason (tomas.bjarnason@gallup.is) eða Írisi Björgu Birgisdóttur (iris@gallup.is) hjá Gallup.
Nánari umfjöllun um helstu niðurstöður allra stofnana og heildarniðurstöður (tæplega 17.000 svör) eftir þáttum er að finna hér í sérritinu Stofnun ársins.