Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Stofnun ársins 2024

Stofnun ársins er viðamikil starfsumhverfiskönnun. Tilgangur hennar er að styrkja starfsumhverfi starfsfólks í opinberri þjónustu. Könnunin veitir ítarlegar upplýsingar um stöðu mála, þ.e. styrkleika og áskoranir í starfsumhverfinu sem nýta má til umbótastarfs á vinnustaðnum.
Halda áfram

Tilgangur könnunarinnar er í fyrsta lagi að styrkja starfsumhverfi starfsfólks í opinberri þjónustu. Könnunin veitir stjórnendum upplýsingar um hvað er vel gert og hvað megi bæta frá sjónarhóli starfsfólksins og gerir stjórnendum þannig kleift að vinna að umbótum á starfsumhverfi og stjórnun. Í öðru lagi er tilgangurinn að velja Stofnun ársins og gefa þannig þeim stofnunum viðurkenningu sem skara fram úr í mannauðsmálum.

Val á Stofnun ársins, Fyrirmyndarstofnunum og Hástökkvara ársins byggir á mati starfsmanna og eru niðurstöðurnar mælikvarði á frammistöðu stofnana þegar kemur að stjórnun, starfsanda, launakjörum, vinnuskilyrðum, sveigjanleika og sjálfstæði í starfi, ímynd stofnana og jafnrétti.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana en hún nær til um 35.000 manns á opinberum vinnumarkaði. Almennt er miðað við að þátttakendur séu í a.m.k. 20% starfshlutfalli og hafi starfað á vinnustaðnum í þrjá mánuði eða lengur. Þetta viðmið er notað svo svarendur séu betur í stakk búnir til að meta starfsumhverfi sitt með áreiðanlegum hætti.

Ábyrgð á könnuninni er eftirfarandi:

  • Reykjavíkurborg er ábyrgðaraðili gagnvart sínu starfsfólki.
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið er ábyrgðaraðili gagnvart starfsfólki ríkisins.
  • Sameyki er ábyrgðaraðili könnunarinnar gagnvart sínu félagsfólki.

Sameyki hefur m.a. það hlutverk að berjast fyrir réttindum félagsmanna sinna, bæta aðbúnað þeirra, veita þeim ýmiskonar þjónustu og móta kröfur fyrir þeirra hönd í kjarasamningum. Sameyki kannar kjör, aðstæður og viðhorf sinna félagsmanna til að geta sinnt þörfum þeirra og hagsmunum betur.

Ef stofnun, vinnustaður eða fyrirtæki óskar eftir þátttöku í könnuninni að eigin frumkvæði, þá er sá vinnustaður ábyrgðaraðili gagnvart sínu starfsfólki.

Gallup á Íslandi sér alfarið um vinnslu könnunarinnar, gagnaöflun, varðveislu gagna og skýrslugerð (Gallup er vinnsluaðili). Sjá nánari upplýsingar hér.