Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Vinningshafar - Borg og bær 2024


Helstu niðurstöður

Þetta er þriðja árið sem Reykjavíkurborg tekur þátt fyrir allt starfsfólk. Alls náðu 257 starfsstaðir lágmarksviðmiðum og taka þátt í vali á Stofnun ársins - borg og bær. Listanum er skipt í þrennt, þ.e. litlir, meðalstórir og stórir starfsstaðir.

Í flokki stórra starfsstaða, starfsfólk 50 og fleirri, eru 47 starfsstaðir, í flokki meðalstóra starfsstaða, starfsfólk er 25-49, eru 71 starfsstaðir og í flokki lítilla starfsstaða, starfsfólk er 5-25, eru 139 starfsstaðir.  

Stofnanir ársins eru þrjár: Hitt húsið er sigurvegari í flokki stórra starfsstaða. Leikskólinn Lyngheimar er sigurvegari í flokki meðalstórra starfsstaða og Félagsmiðstöðin Sigyn bar sigur úr býtum í flokki lítilla starfsstaða.

Fyrirmyndarvinnustaðir

Í hverjum stærðarflokki hljóta efstu fimm stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Í hópi stærstu starfsstaða eru fimm fyrirmyndarstarfsstaðir. Sigurvegari flokksins, Hitt húsið, var í fyrsta sæti í flokki meðalstórra starfsstaða í fyrra. Til viðbótar eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir: Leikskólinn Rauðhóll sem var í 12. sæti í fyrra, Háteigsskóli, sem var í fimmta sæti í fyrra, Álftamýrarskóli,
sem var í öðru sæti í fyrra og að síðustu Sæmundarskóli sem var í sjötta sæti í fyrra.

Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (starfsfólk er 50 og fleira)
1. Hitt húsið
2. Leikskólinn Rauðhóll
3. Háteigsskóli
4. Álftamýrarskóli
5. Sæmundarskóli

Í hópi starfsstaða í millistærð eru einnig valdir fimm fyrirmyndarvinnustaðir. Auk sigurvegara flokksins sem er Leikskólinn Lyngheimar, eru valdir fjórir fyrirmyndarvinnustaðir: Leikskólinn Gullborg er í öðru sæti og hann var í fimmta sæti í fyrra. Rafræn miðstöð er í þriðja sæti í ár og var einnig í þriðja sæti í fyrra. Leikskólinn Álftaborg er í fjórða sæti en skólinn var í öðru sæti í fyrra. Íbúðakjarni Stjörnugróf er í fimmta sæti en var í níunda sæti í fyrra.

Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (starfsfólk er 25 til 49)
1. Leikskólinn Lyngheimar
2. Leikskólinn Gullborg
3. Rafræn miðstöð
4. Leikskólinn Álftaborg
5. Íbúðarkjarni Stjörnugróf

Í hópi minnstu starfsstaða eru einnig fimm fyrirmyndarvinnustaðir valdir. Sigurvegari flokksins er Félagsmiðstöðin Sigyn sem var einnig sigurvegari flokksins árið 2023. Þar á eftir koma tvær félagsmiðstöðvar til viðbótar: Fjörgyn í þriðja sæti og Félagsmiðstöðin 105 í fimmta sæti. Með þeim á lista eru svo tvö frístundaheimili; Frostheimar í öðru sæti, en þau vermdu einnig annað sætið fyrir ári og Selið í fjórða sæti.

Fyrirmyndarstofnanir - borg og bær (starfsfólk er 5 til 24)

1. Félagsmiðstöðin Sigyn
2. Frístundaheimilið Frostheimar
3. Félagsmiðstöðin Fjörgyn
4. Frístundaheimilið Selið
5. Félagsmiðstöðin 105

Hvaða vinnustaður stekkur hæst?

Hástökkvari starfsstöðva borgarinnar árið 2024 er Íbúðakjarni Rökkvatjörn. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir alla starfsstaði á bilinu 1-100 og svo er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára. Íbúðakjarni Rökkvutjörn stekkur hæst allra, eða um 66 sæti. Þá er átt við sæti á raðeinkunninni.

 

Hér má nálgast heildarlista yfir starfsstaði Reykjavíkurborgar.

Sameyki óskar starfsfólki og stjórnendum þessara starfsstaða innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.