
Helstu niðurstöður
Stofnanir ársins eru þrjár: Fjölbrautaskóli Suðurnesja er sigurvegari í flokki stærri stofnana. Þjóðskrá Íslands er sigurvegari í flokki meðalstórra stofnana og Kvikmyndasafn Íslands bar sigur úr býtum í flokki minni stofnananna.
Val á stofnun ársins fer þannig fram að valin er stofnun með hæstu heildareinkunn sem uppfyllir þátttökuskilyrði úr þremur stærðarflokkum og bera þessar þrjár stofnanir heitið „Stofnun ársins“. Í heildina komust 140 ríkisstofnanir á lista; 55 stofnanir þar sem starfsfólk er færra en 40, 39 stofnanir þar sem starfsfólk er 40-89 og 46 stofnanir með 90 eða fleira starfsfólk.
Fyrirmyndarstofnanir
Í hverjum stærðarflokki hljóta efstu fimm stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir. Þrír framhaldsskólar eru í efstu fimm sætum á lista stórra stofnana. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er sigurvegari stórra stofnana, hann var einnig sigurvegari fyrir ári. Í öðru sæti er Menntaskólinn í Kópavogi og í þriðja sæti er Fjölbrautarskóli Suðurlands. Þá situr Vatnajökulsþjóðgarður í fjórða sæti. Vínbúðin er síðan í fimmta sæti, en hún var í öðru sæti stórra stofnana í fyrra.
Fyrirmyndarstofnanir (starfsfólk er 90 og fleira)
1. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
2. Menntaskólinn í Kópavogi
3. Fjölbrautskóli Suðurlands
4. Vatnajökulsþjóðgarður
5. Vínbúðin - ÁTVR
Í flokki meðalstórra stofnana er sigurvegarinn Þjóðskrá Íslands, en hún var einnig í fyrsta sæti í fyrra. Menntaskólinn á Ísafirði er í öðru sæti en skólinn vermdi einnig annað sætið í fyrra. Vinnueftirlit ríkisins er í þriðja sæti en þau hafa ekki verið í efstu sætum áður. Menntaskólinn á
Egilsstöðum er svo í fjórða sæti en hann var í þriðja sæti í fyrra. Í fimmta sæti er svo Náttúrufræðistofnun, en hún var í 6. sæti í fyrra.
Fyrirmyndarstofnanir (starfsfólk er 40-89)
1. Þjóðskrá Íslands
2. Menntaskólinn á Ísafirði
3. Vinnueftirlit ríkisins
4. Menntaskólinn á Egilsstöðum
5. Náttúrufræðistofnun
Þrír framhaldsskólar eru í efstu fimm sætunum í flokki minnstu stofnana, líkt og í stærsta flokknum. Sigurvegarinn er Kvikmyndasafn Íslands en þau voru í fimmta sæti í fyrra. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er í öðru sæti en hann var í efsta sæti í fyrra. Menntaskólinn á Tröllaskaga vermir þriðja sætið en þau voru í öðru sæti í fyrra. Báðir þessir skólar hafa verið ofarlega á lista árum saman. Í fjórða sæti er svo Framhaldsskólinn á Húsavík en skólinn var í 11. sæti í fyrra. Í fimmta sætinu er svo Þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta, en
þau voru í 20. sæti í fyrra og hafa því tekið gott stökk milli mælinga.
Fyrirmyndarstofnanir (starfsfólk er 5-39)
1. Kvikmyndasafn Íslands
2. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
3. Menntaskólinn á Tröllaskaga
4. Framhaldsskólinn á Húsavík
5. Þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta
Hástökkvari ríkisstofnana
Hvaða stofnun stekkur hæst? Hástökkvari ríkisstofnanna árið 2024 er Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir allar stofnanir á bilinu 1-100 og svo er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára. Menningar- og viðskiptaráðuneytið stekkur hæst allra, eða um 39 sæti. Þá er átt við sæti á raðeinkunninni.
Hér má nálgast heildarlista fyrir stofnanir ríkisins.
Sameyki óskar starfsfólki og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.