Mikilvægt er að gæta að réttindum launafólks á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
BSRB hefur tekið saman algengar spurningar um Covid-19 sem hafa borist frá aðildarfélögum og félagsmönnum aðildarfélaga.
Á vef landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, covid.is, er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast heimsfaraldrinum. Þar má til dæmis finna upplýsingar um hvernig skal haga sér í sóttkví og samkomubanni, hvernig forðast má smit og fleira.