Félagsfólk sem starfar hjá ríki og Reykjavíkurborg getur nálgast upptökur af kynningarfundum á kjarasamningunum hér inni á Mínum síðum undir Mín kjör. Upptökurnar eru með enskum texta. Þar má einnig nálgast glærur frá kynningum bæði á íslensku og ensku.
Þann 30. mars skrifuðu samninganefndir Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, undir samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og við Reykjavíkurborg hins vegar, um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila. Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 þar sem aðal áherlan er lögð á launahækkanir og kjarabætur. Einnig fylgir samningunum verkáætlun um þætti eins og vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu, fræðslumál, slysatryggingar og fleira. Samkomulaginu fylgir viðauki, þar sem fjallað er um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata.
Atkvæðagreiðslur um samningana standa yfir frá kl. 11 föstudaginn 30. mars til kl. 11 föstudaginn 14. apríl. Um er að ræða rafræna kosningu sem fer fram hér inni á Mínum síðum.
Haldnir verða rafrænir kynningarfundir og hvetjum við félagsfólk til að kynna sér kjarasamninginn sem og taka þátt í atkvæðagreiðslu. Félagsfólk getur nálgast kjarasamninginn sinn inni á Mínum síðum undir Mín kjör.
Kynningarfundum er nú lokið en þeir voru haldnir á eftirfarndi tímum:
Föstudagur 31. mars
- Klukkan 10:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við ríkið LOKIÐ
- Klukkan 11:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við Reykjavíkurborg LOKIÐ
Mánudagur 3. apríl
- Klukkan 16:00 -Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við ríkið LOKIÐ
- Klukkan 17:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við Reykjavíkurborg LOKIÐ
Miðvikudagur 12. apríl
- Klukkan 13:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við ríkið LOKIÐ
- Klukkan 14:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við ReykjavíkurborgLOKIÐ
- Klukkan 15:00 - Rafrænn kynningarfundur um kjarsamning við Reykjavíkurborg LOKIÐ
Kosningum lýkur föstudaginn 14. apríl kl. 11:00.