Hér getur þú skoðað miðlægan kjarasamning Sameykis við Vinakot.
Launatafla hjá Vinakoti tekur mið af launatöflu í kjarasamningi Sameykis við Ríkisstjóð Íslands:
Launatafla Sameykis og Vinakots gildir frá 1. apríl 2024
Launatafla Sameykis og Vinakots gildir frá 1. janúar 2022
Launatafla Sameykis og Vinakots gildir frá 1. janúar 2021
Launatafla Sameykis og Vinakots gildir frá 1. apríl 2020
Eldri launatafla:
Greiðsla launa í slysa- og veikindatilfellum - úr kjarasamningi:
8.1 Tilkynningar, vottorð og útlagður kostnaður
8.1.1 Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni Vinakot ehf. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem Vinakot ehf. þykir þörf á.
8.1.3 Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, skal hann endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun Vinakot ehf.
8.1.4 Skylt er starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll éu lögmæt, enda sé kostnaður vegna viðtals við lækni og nauðsynlegra læknisrannsókna greiddur af Vinakot ehf.
8.1.5 Endurgreiða skal starfsmanni gjald vegna læknisvottorða sem krafist er skv. gr. 8.1.1 - 8.1.4. Sama gildir um viðtal hjá lækni vegna öflunar vottorðs.
8.1.6 Vinakot ehf. greiðir starfsmanni þau útgjöld sem starfsmaður hefur orðið fyrir af völdum slyss á vinnustað og slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki skv. 27. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.
8.2 Vinnuslys og atvinnusjúkdómar
8.2.1 Sjúkrakostnaður. Við vinnuslys kosti vinnuveitandi flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss og endurgreiði honum eðlilegan útlagðan sjúkrakostnað í hverju tilfelli, annan en þann, sem sjúkrasamlag og/eða almannatryggingar greiða.
8.2.2 Launagreiðslur í vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómatilfellum. Í hverju vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómstilfelli sem verður við vinnuna eða af henni, eða flutnings til og frá vinnustað, greiðir Vinakot ehf. laun fyrir dagvinnu í allt að 3 mánuði samkvæmt þeim taxta sem launþegi er á þegar slys eða sjúkdóm ber að, enda gangi dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins vegna þessara daga til Vinakot ehf.
8.3 Réttur til launa vegna veikinda og slysa
8.3.1 Laun í veikinda- og slysaforföllum á fyrsta ári. Launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra hjá sama vinnuveitanda, skal á 1. ári haga þannig að tveir dagar greiðast fyrir hvern unninn mánuð.
8.3.2 Laun í veikinda- og slysatilfellum eftir eitt ár. Launagreiðslu til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra sem unnið hafa hjá Vinakot ehf. í eitt ár eða meira skal haga þannig:
- Eftir 1 árs starf hjá Vinakot ehf.: 2 mánuði á föstum launum á hverjum 12 mánuðum,
- eftir 5 ára starf hjá Vinakot ehf.: 4 mánuði á föstum launum á hverjum 12 mánuðum,
- eftir 10 ára starf hjá Vinakot ehf.: 6 mánuði á föstum launum á hverjum 12mánuðum.
Þó skal starfsmaður sem áunnið hefur sér réttindi til 4 eða 6 mánaða launagreiðslnaí veikindaforföllum hjá síðasta vinnuveitanda og ræður sig hjá Vinakot ehf. eiga rétt til launagreiðslna um eigi skemmri tíma en í 2 mánuðiá hverjum 12 mánuðum.
Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.
8.4 Launahugtök
Föst laun
Með föstum launum er átt við dagvinnulaun auk fastrar reglubundinnaryfirvinnu. Yfirvinna í skilningi þessarar greinar telst föst og reglubundin hafihún verið samfelld síðustu fjóra mánuði.
Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili,ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.
8.5 Starfshæfnisvottorð
8.5.1 Starfsmaður, sem verið hefur óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í1 mánuð eða lengur, skal leggja fram vottorð um starfshæfni sé þesskrafist. Krefjast má vottorðs trúnaðarlæknis Vinakot ehf.
8.6 Skráning veikindadaga
8.6.1 Halda skal skrá yfir veikindadaga starfsmanns.
8.7 Forföll af óviðráðanlegum ástæðum
8.7.1 Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (forcemajeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slysssem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í framangreindumtilfellum, sbr. þó ákvæði gr. 8.8.1.
8.8 Veikindi barna yngri en 13 ára
8.8.1 Foreldri skal, eftir fyrsta starfsmánuð, heimilt að verja samtals 12 vinnudögumá hverju 12 mánaða tímabili til aðhlynningar sjúkum börnum sínumundir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Foreldri skalhalda dagvinnulaunum sínum svo og vaktaálagi þar sem það á við.
Með foreldri í 1. mgr. er einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, semer framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.
Orlofsuppbót | Desemberuppbót | |
2024 | 58.000 | 119.000 |
2025 | 60.000 | 123.000 |
2026 | 62.000 | 127.000 |
2027 | 64.000 | 132.000 |