Á vaktavinnustöðum styttist vinnuvikan þann 1. maí 2021 og verður útfærslan miðlæg enda getur hún kallað á ýmsar breytingar, til dæmis á vaktakerfi og starfsmannahaldi.
Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu er stór þáttur í því að bæta lífskjör og auðvelda samræmi á milli vinnu og einkalífs.
Markmið kerfisbreytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. Breytingunum er einnig ætlað auka stöðugleika í starfsmannahaldi hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og vinnustöðum Reykjavíkurborgar, að draga úr yfirvinnu ásamt því að bæta öryggi og þjónustu við almenning.
Hér er kynningarefni sem á að auðvelda starfsfólki og stjórnendum að undirbúa styttinguna í vaktavinnu:
- www.betrivinnutimi.is - Fræðsluvefur um betri vinnutíma í vaktavinnu
- Leiðbeiningar fyrir innleiðingu
- Handrit fyrir umbótasamtal
- Ferli innleiðingar í vaktavinnu
- Helstu breytingar á vaktavinnu
Hér er eldra kyningarefni fyrir styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu:
- www.styttri.is - Vefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar
- Fræðsla á vef BSRB um styttingu vinnuvikunnar
- Fyrir starfsfólk ríkisins, kynningarvefurinn betrivinnutimi.is
- Fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar í dagvinnu
- Fyrir starfsfólk sveitarfélaga í dagvinnu
- Bréf frá formönnum Sameykis til félagsmanna september 2020
- Betri vinnutími í dagvinnu - bæklingur með leiðbeiningum fyrir innleiðingu
- Stytting vinnuvikunnar - leikskólar - fyrirlestur Ragnheiðar Agnarsdóttur frá Heilsufélaginu um leiðir og lausnir