Orlofshús og íbúðir innanlands í eigu Sameykis
Á Suðurlandi
Úthlíð í Biskupstungum, Hólasetur í Biskupstungum sem eru gæludýrahús og átta orlofshús í Vaðnesi í Grímsnesi.
Á Vesturlandi
Norðurás í Svínadal, 22 orlofshús í Munaðarnesi, í Húsafelli eru tvö orlofshús þar sem leyfð eru gæludýr, eitt í Selásum í Borgarbyggð og orlofshús á Arnarstapa á Snæfellsnesi sem er gæludýrahús.
Á Norðurlandi
Íbúðir í Skálatúni, Hamratúni og Holtalandi. Tvö orlofshús í Hálöndunum á Akureyri, orlofshús í Kjarnabyggð í Kjarnaskógi og raðhús á Húsavík.
Á Austurlandi
Raðhús á Egilsstöðum opið allt árið og sex orlofshús á Eiðum á Héraði sem eru opin frá lok maí til loka októbers.
Íbúðir í Reykjavík
Sóltúni 12, Grandavegi 45, Grandavegi 42D og tvær íbúðir á Grandavegi 42G.
Nánari upplýsingar um orlofshús og íbúðir má finna á Orlofshúsavef Sameykis.