Styrkir til félagsmanna
Ef þú ert félagsmaður getur þú sótt um styrki tengda fræðslu, starfsþróun, heilsueflingu, fæðingu barns og fleira. Einnig getur þú sótt um sjúkradagpeninga ef veikindaréttur þinn á vinnustað er að klárast. Í kjarasamningum er samið um sjóði sem styrkirnir eru veittir úr og því byggir réttur þinn til styrkja á þeim grunni. Sótt er um styrki í gegnum Mínar síður. Þú getur kynnt þér styrkina betur hér:
- Fræðslu- og starfsþróunarstyrkir
- Heilsuefling og fleiri styrkir úr Styrktar- og sjúkrasjóði
- Sjúkradagpeninga úr Styrktar- og sjúkrasjóði
Sótt er um alla styrki í gegnum Mínar síður
Styrkir til vinnustaða
Ef þú ert stjórnandi á vinnustað getur þú sótt um styrk vegna starfsþróunarverkefn fyrir félagsmenn Sameykis. Um er að ræða þrjá mismunandi sjóði sem samið hefur verið um í mismunandi kjarasamningum.
- Mannauðssjóður er fyrir Akraneskaupstað, Dvalarheimilið Höfða, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins og Seltjarnarneskaupstað. Sjá nánar
- Fræðslusjóður er fyrir Faxaflóahafnir, Félagsbústaði, Reykjavíkurborg og Strætó.
- Þróunar- og símenntunarsjóður er fyrir Ás styrktarfélag, Fríhöfn, Isavia, Matís, Rarik, ríkisstofnanir, SÁÁ, SFV, sjálfseignastofnanir, Skálatún og sveitarfélög.