Katla félagsmannasjóður
Er fyrir þá sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hjallastefnu, Höfða hjúkrunar og dvalarheimili, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Seltjarnarnesbæ, Skálatúni og sveitarfélögum hringinn í kringum landið og sjálfseignarstofnunum sem eru með ákvæði um Félagsmannasjóð í kjarasamningi. Að undanskildu því félagsfólki sem greitt er af í Vísindasjóð.
Katla er sjóður aðildarfélaga BSRB sem eiga aðild að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Hlutverk sjóðsins er að auka tækifæri sjóðsfélaga til starfsþróunar, m.a. með því að sækja sér fræðslu og endurmenntun og með því að sækja ráðstefnur, þing og námskeið til þess að þróa sína starfshæfni.
Greiðslur úr Félagsmannasjóði Kötlu vegna starfa á árinu 2024
Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun heldur leggur inn bankareikningsnúmer hér á mínar síður Kötlu og greitt er út úr sjóðnum þann 1. febrúar ár hvert. Sérstakleg athygli er vakin á að allir sem starfa tímabundið á hverju ári fá einnig greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert svo mikilvægt er að skrá reikningsnúmer.
Styrkupphæðin er miðuð við innborgun til Kötlu félagsmannasjóðs á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið á undan en vinnuveitandi greiðir 2,2 prósentu af heildarlaunum í sjóðinn.
Katla er sjóður aðildarfélaga BSRB sem eiga aðild að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar á katla.bsrb.is
Sótt er um styrk í gegnum Mínar síður Kötlu