Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Ritstjórnarstefna

Á vef Sameykis og í tímariti þess er fréttum, fræðslugreinum og upplýsingum miðlað til félagsfólks og starfsfólks Sameykis, sem og til fjölmiðla og annarra sem vilja fylgjast með því sem fram fer á vettvangi þess.
Halda áfram

Ritstjórnarstefna fyrir tímarit, vef og samfélagsmiðla Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu

1. gr.
Á vef Sameykis og í tímariti þess er fréttum, fræðslugreinum og upplýsingum miðlað til félagsmanna og starfsmanna Sameykis, sem og til fjölmiðla og annarra sem vilja fylgjast með því sem fram fer á vettvangi þess.

2. gr.
Kynningarfulltrúi Sameykis er jafnframt ritstjóri vefs og tímarits Sameykis. Ritstjórinn undirbýr og velur efni sem fer inn á vefinn og í tímaritið, að höfðu samráði við formann Sameykis ef álitamál koma upp. Allt sem sett er inn á vefinn skal vera satt og rétt eftir því sem best er vitað þegar efnið er sett inn. Verði á því misbrestir skal leiðrétta þá svo fljótt sem auðið er.

3. gr.
Ritstjórnarstefna Sameykis skal vera aðgengileg á vef þess. Þá eru allar nýjar ályktanir sem Sameyki samþykkir settar inn á vefinn.

4. gr.
Á vef og í tímariti Sameykis birtast reglulega fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu hverju sinni. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á fréttaefni og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.

5. gr.
Pistlar og leiðaragreinar eftir formann Sameykis og aðra talsmenn þess birtast reglulega á vef stéttarfélagsins. Þar eru settar fram skoðanir forystu Sameykis á ákveðnu máli eða málum. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á pistla og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.

6. gr.
Sameyki leitast við að birta fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu eftir því sem unnt er. Formaður, og eftir atvikum starfsmenn Sameykis, geta óskað eftir því að fjallað sé um ákveðið efni á vefnum. Ritstjóri leggur sjálfstætt mat á efnið og tekur ákvörðun um hvort það verði birt óbreytt, efni unnið úr því og birt, eða efnið ekki birt á miðlum þess. Sú ákvörðun er meðal annars tekin út frá því hvort efnið er talið eiga erindi við lesendur, framboði á öðru efni á þeim tíma sem það berst og hagsmunum Sameykis af birtingu efnisins.

7. gr.
Stjórn Sameykis tekur endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu fyrir vef og Tímarit Sameykis. Allar breytingar á ritstjórnarstefnu skal leggja fyrir stjórn Sameykis til samþykktar eða synjunar.

Fréttir

18.
nóv.

Samfélag á krossgötum

ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga. Fundurinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, í dag frá kl......

Fleiri fréttir

Pistlar og greinar

16.
sep.

Ertu að bíða?

Það er algengur misskilningur að bíða þurfi eftir að hætta í starfi til að byrja á lífeyri, að ná þurfi tilteknum aldri eða að byrja þurfi á lífeyri á......

16.
sep.

Hugað að starfslokum

Meðalævi Íslendinga hefur lengst síðustu áratugi og það eru góðar fréttir. Lengri ævi þýðir að árum eftir starfslok fjölgar og til að njóta þeirra sem......

Fleiri pistlar