Gleðilega jólahátíð!
Starfsfólk Sameykis óskar félagsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. ......
1. gr.
Á vef Sameykis og í tímariti þess er fréttum, fræðslugreinum og upplýsingum miðlað til félagsmanna og starfsmanna Sameykis, sem og til fjölmiðla og annarra sem vilja fylgjast með því sem fram fer á vettvangi þess.
2. gr.
Kynningarfulltrúi Sameykis er jafnframt ritstjóri vefs og tímarits Sameykis. Ritstjórinn undirbýr og velur efni sem fer inn á vefinn og í tímaritið, að höfðu samráði við formann Sameykis ef álitamál koma upp. Allt sem sett er inn á vefinn skal vera satt og rétt eftir því sem best er vitað þegar efnið er sett inn. Verði á því misbrestir skal leiðrétta þá svo fljótt sem auðið er.
3. gr.
Ritstjórnarstefna Sameykis skal vera aðgengileg á vef þess. Þá eru allar nýjar ályktanir sem Sameyki samþykkir settar inn á vefinn.
4. gr.
Á vef og í tímariti Sameykis birtast reglulega fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu hverju sinni. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á fréttaefni og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
5. gr.
Pistlar og leiðaragreinar eftir formann Sameykis og aðra talsmenn þess birtast reglulega á vef stéttarfélagsins. Þar eru settar fram skoðanir forystu Sameykis á ákveðnu máli eða málum. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á pistla og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
6. gr.
Sameyki leitast við að birta fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu eftir því sem unnt er. Formaður, og eftir atvikum starfsmenn Sameykis, geta óskað eftir því að fjallað sé um ákveðið efni á vefnum. Ritstjóri leggur sjálfstætt mat á efnið og tekur ákvörðun um hvort það verði birt óbreytt, efni unnið úr því og birt, eða efnið ekki birt á miðlum þess. Sú ákvörðun er meðal annars tekin út frá því hvort efnið er talið eiga erindi við lesendur, framboði á öðru efni á þeim tíma sem það berst og hagsmunum Sameykis af birtingu efnisins.
7. gr.
Stjórn Sameykis tekur endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu fyrir vef og Tímarit Sameykis. Allar breytingar á ritstjórnarstefnu skal leggja fyrir stjórn Sameykis til samþykktar eða synjunar.
Starfsfólk Sameykis óskar félagsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. ......
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, skrifar um „forréttindablindu strákanna“ í Viðskiptaráði....
Skrifstofa Sameykis verður lokuð milli jóla og áramóta. BSRB-húsið verður einnig lokað á sama tíma....
Kjarasamningur milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Strætó bs. var undirritaður í dag......
Opnað verður fyrir páskaúthlutun á þremur orlofseignum Sameykis á Spáni 20. desember kl. 9:00 á Orlofshúsavef Sameykis....
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í pistli sem hún skrifar í dag að Viðskiptaráð sjái ekki heildarmyndina þegar það segir opinbera......
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum......
Viðskiptaráð hefur birt óskalistann sinn fyrir þessi jól um að afnema réttindi opinbers starfsfólks. Í mörg ár, og oft á ári, hafa þessi......
Félagsleg skautun hefur aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum, og á það sérstaklega við um ýmis málefni sem heyra undir sjálfbærni eins og......
Það er viðurkennd aðferð við stjórn efnahagsmála að beita ríkisfjármálum til að hafa áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Hún getur falist í hækkun sem......
Ríkisstjórn síðustu ára hefur ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem gagnast fyrst og fremst breiðu bökunum. Fyrir vikið hafa tekjur......
Kosningar til Alþingis bar brátt að og því gefst minni tími en oft áður til að kynna sér stefnumál flokkanna. Það er áhugavert að fylgjast með......