Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. desember 2019

Jólafundur trúnaðarmanna ályktar

Afar fjölmennur jólafundur trúnaðarmanna Sameykis fjallaði á fundi sínum í dag um stöðuna í kjaramálum. Afar þungt hljóð var í fundarfólki enda hafa kjarasamningsviðræður skilað litlu þrátt fyrir að svo til allir kjarasamningar félagsins hafa nú verið lausir í níu mánuði og sumir hverjir næstum í heilt ár. Þolinmæði félagsmanna er fyrir löngu þrotin og sendi fundurinn því frá sér eftirfarandi ályktun:

Trúnaðarmannafundur Sameykis krefst þess að viðsemjendur láti af þeim forkastanlega hægagangi sem kjarasamningsviðræður hafa verið í undanfarna mánuði. Allir kjarasamningarnar félagsins hafa verið lausir nú í níu mánuði og sumir þeirra í næstum því ár og búið er að eyða óhemju tíma í viðræður sem hafa skilað litlu sem engu. Kröfur okkar hafa verið skýrar frá upphafi og það er algjörlega á ábyrgð viðsemjenda hvernig komið er. Samninganefndir Sameykis hafa sýnt mikið langlundargeð langt umfram þol félagsmanna, en nú er nóg komið. Ef viðsemjendur ætla með þessum vinnubrögðum að hrekja okkur út í aðgerðir þá er það alveg að takast. Það skal vera þeim alveg ljóst að við óttumst ekki aðgerðir. Við munum sannarlega beita öllum ráðum til að þrýsta á kröfur okkar ef við sjáum ekki fram á að ljúka þessu fljótlega.

Þá mætti Andri Snær sem gestur á fundinn og fjallaði um efni bókar sinnar T'iminn og vatnið og hrærði vel upp í fundarfólki með erindi sínu um loftslagsmálin. Afar áhugaverður og vekjandi fyrirlestur hjá Andra sem vakti þó nokkrar umræður. Í lok fundar söng Ágústa Eva svo nokkur hugljúf lög.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd