Nefndin fjallar um breytingar á vinnumarkaði og áhrif þeirra á störf félagsfólks. Undir þetta fellur meðal annars fjórða iðnbyltingin, lýðfræðilegar breytingur sem tengjast aldurssamsetningu þjóðar og fjölþjóðlegra samfélagi, græna hagkerfið og hugsanlega fleiri þættir.
Hlutverk nefndar væri að:
- Fjalla um og koma með hugmyndir að því hvernig Sameyki getur sem best undirbúið félagsfólk undir breytingar á vinnumarkaði, skoði hvernig vinnustaðir komi til móts við starfsfólk með sí- og endurmenntun starfsfólks og þjálfun í ný störf.
- Skoða hvaða breytinga má vænta í ákveðnum störfum, hvaða störf hverfa, hvaða ný störf verða til.
- Finna leiðir til að stuðla að lýðræðislegri aðkomu félagsfólks á vinnustöðum.
- Koma með hugmyndir að fyrirlestrum og námskeiðum fyrir félagsfólk Sameykis sem stuðli að þátttöku í sí- og endurmenntun félagsfólks almennt.
Eftirfarandi fulltrúar eiga sæti í nefndinni 2023 til 2025:
Helga A Þórðardóttir
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir
Margrét T Friðriksdóttir
Sveinfríður Högnadóttir
Styrmir Jónasson fulltrúi stjórnar
Jóhanna Þórdórsdóttir er starfsmaður nefndar.