Konfektnámskeið
Hver og einn þátttakandi býr til sitt eigið konfekt undir leiðsögn Halldórs. Þátttakendur læra að tempra bæði dökkt og ljóst súkkulaði (mjólkursúkkulaði). Innifalið er kennsla, afrakstur kvöldsins innpakkaður í plast og konfektform til að taka með sér heim. Tilvalið að læra að útbúa sitt eigið konfekt fyrir jólinn.
Dagsetning: Mánudagur 4. desember
Kl.18:00-19:45
Lengd: 1,5 / 2 klst
Staður: Borgartún 22, efsta hæð (fyrrum salur Flugvirkjafélags Íslands).
Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í fjölda ára kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.
Skráðu þig hér á konfektnámskeið fyrir jólin.