Aðalfundur Háskóladeildar og fyrirlestur
Boðað er til aðalfundar Háskóladeildar Sameykis og samhliða því spennandi erindi fimmtudaginn 10. október nk. kl. 17 að Grettisgötu 89, 1. hæð.
Í upphafi fundar verður erindið “Sjálfvirkni eða mannvirkni? Að varða veginn gegnum frumskóg gervigreindarinnar.”
Þorsteinn Sigurlaugsson vottaður Hagfræðingur, höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”.
Eftirfarandi eru sérstök verkefni aðalfundar:
1. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemina á síðastliðnu ári.
2. Breytingar á starfsreglum deildarinnar.
3. Kosið í stjórn
a. Kosning formanns
b. Kosning fjögurra meðstjórnenda
c. Kosning tveggja varamanna
4. Önnur mál.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.
Til þess að geta áætlað veitingar viljum við óska eftir að þið skráið ykkur á fundinn Skráning
Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest.