Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. mars 2024

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna á morgun

Kvennagangan verður farin frá Arnarhóli og hefst klukkan 17:00.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er á morgun 8. mars.

ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja standa fyrir hádegisfundi í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á Hilton Reykjavík Nordica, sal FG á 2. hæð kl. 11:30-13:00.

Yfirskrift fundarins er „Hver ber ábyrgð af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi?". Streymt verður frá fundinum á Zoom. Fundurinn fer fram á íslensku en rittúlkun verður á ensku.

Fundarstýra: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.




Fyrirlesarar:
Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðjöf, flytur erindið: Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn.

Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Erindi hennar ber yfirskriftina: Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi

Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla flytur erindi um samanburðartölur og stöðuna í leikskólamálum – virðing, peningar og fólk.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður með Önnu Mariu Milosz - skrifstofufulltrúa hjá Reykjavíkurborg, Guðnýju Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi hjá BSRB og Sveinlaugu Sigurðardóttur, varaformanni Félags leikskólakennara.

Þá stendur Kvenréttindafélag Íslands ásamt UN Women Ísland, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Félagi Ísland-Palestína, Kvenfélagasamband Íslands, Stígamót, Sósíalískir femínistar, Jafnréttisskólinn GRÓ GEST, Kvennasögusafn Landsbókasafn Íslands, Feminísk fjármál, Samtökin 78, Samtök Hernaðarandstæðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands og Efling stéttarfélag að kvennagöngu fyrir Palestínu á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Kvennagangan verður farin frá Arnarhóli og hefst klukkan 17:00.

Slagorð eða þema dagsins í ár á alþjóðlega vísu er „Innblástur til þátttöku“ með yfirskriftinni „Fjárfestu í konum, flýttu framförum.“ Með þessu eru vinnuveitendur hvattir til að eyða kynbundnum launamun en lögð er áhersla á mikilvægi þess að skapa samfélag án aðgreiningar og fjárfest sé í valdeflingu kvenna.