Grunnlaun / heildarlaun
Grunnlaun/dagvinnulaun hækka um tæp 9%
Grunnlaun SFR félaga í fullu starfi hækkuðu um tæplega 34 þúsund krónur milli ára, en hækkunin var tæplega 35 þúsund krónur fyrir ári. Þetta er tæplega 9% hækkun, en launin hækkuðu um 10% fyrir ári. Meðaltal grunnlauna í könnuninni nú voru tæpar 419 þúsund, en 385 þúsund fyrir ári. Þá er miðað við fullt starf. Karlar fengu tæplega 440 þúsund í grunnlaun og hækkuðu um tæpar 37 þúsund (rúm 9%) og konur fengu tæp 410 þúsund og hækkuðu um rúmlega 33 þúsund (tæp 9%).
Heildarlaun hækka um rúm 8%
Spurt var um laun fyrir janúarmánuð greidd þann 1. febrúar 2017. Heildarlaun SFR félaga voru tæpar 496 þúsund krónur, miðað við fullt starf. Þetta er rúmum 37 þúsund kr. hærri heildarlaun en fyrir ári og hækkun um rúm 8%. Í fyrra hækkuðu launin um tæpar 38 þúsund krónur, eða 9%. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá launaþróun síðustu ára, skv. könnununum. Laun karla hækkuðu um tæpar 45 þúsund krónur (8,4%) og laun kvenna hækkuðu um rúmar 37 þúsund kr. (8,8%). Myndin sýnir laun karla og kvenna og hækkun launa miðað við 100% starf.
Mynd 1. Heildarlaun karla og kvenna miðað við 100% starf (laun fólks í 70-99% starfi eru uppreiknuð miðað við 100% starf
Heildarlaun starfsstétta hækka um 6 til 15%
Eins og áður sagði, hækka grunnlaun og heildarlaun um 8-9% milli ára, en hækkun ólíkra starfsstétta er mismunandi.
Grunnlaun „stjórnenda“ og „sérhæfðs starfsfólks og tækna“ hækka mest eða um 12%. Ekki mældist hækkun hjá „sérfræðingum,“ en laun sérfræðinga hækkuðu einna mest milli áranna 2015 og 2016, eða um 14%. Heildarlaun „sölu- og afgreiðslufólks“ hækka mest eða um 15%. „Stjórnendur“ hækkuðu næst mest eða um 11%. Heildarlaun annarra starfsstétta hækkuðu álíka mikið eða um 6-8%.
Tafla 1. Breytingar á grunnlaunum og heildarlaunum milli ára (starfsfólk í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf)
Hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og kyni
Í töflunni hér að neðan má sjá hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og heildarhækkunina frá 2012. Eins og sjá má hafa laun sérhæfðs starfsfólks og tækna hækkað mest frá 2012. Þetta eru starfsstéttir eins og kerfisfræðingar, lyfjatæknar, félagsliðar, eftirlitsfulltrúar, fangaverðir, sjúkraliðar og rannsóknarmenn. Karlar eru meirihluti í þessum yfirflokki og eru heildarlaun karla rúm 606 þúsund og kvenna tæpar 454 þúsund.
Tafla 2 . Hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og árum (fólk í 100% starfi – uppreiknuð laun)
Ef skoðaðar eru breytingar frá síðasta ári má sjá að laun kvenna og karla hækka álíka mikið, karlar hækka um rúmlega 8% og konur um tæplega 9% eins og áður hefur komið fram. Þetta er þó aðeins mismunandi milli starfaflokka. Þegar starfsstéttirnar „stjórnunarstörf,“ „sérhæft starfsfólk og tæknar“ og „skrifstofustörf“ eru skoðuð hækka karlar og konur álíka mikið í launum. Í flokknum „sérfræðingar með háskólamenntun“ hækka konur aftur á móti meira en karlar, eða um 11% á meðan karlar hækka um 2%. Hópurinn „sölu-/afgreiðslustörf“ er lítill og í þessum starfahópi eru því nokkrar sveiflur í launum milli ára. Hópurinn „Skrifstofustörf í afgreiðslu“ er enn minni og því ekki hægt að aðgreina niðurstöður kynjanna þar.
Tafla 3. Hækkun heildarlauna 2016-2017 eftir starfsstéttum og kyni (fólk í 100% starfi – uppreiknuð laun)
Aukagreiðslur og hlunnindi
Átta af tíu fá aukagreiðslur
Þegar spurt er hvað sé innifalið í heildarlaunum nefna 81% einhverjar greiðslur. Hlutfallið lækkar aðeins miðað við það sem hæst var árin 2007 og 2008 þegar 85% fengu einhverjar aukagreiðslur. Um 40% fá greiddar yfirvinnugreiðslur skv. unnum yfirvinnutímu, eða 5% hærri en árið 2016. Hæst var hlutfallið 53% árið 2007, en hefur farið lækkandi síðan. Á hinn bóginn hefur þeim fjölgað undanfarin ár sem fá greidda „óunna“ yfirvinnu. Hlutfallið nú tæplega 26% en var lægst 17% árið 2007. Fjórðungur fékk greitt vaktaálag og svipað hlutfall fékk fæðishlunnindi. Líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla sem kemur heim og saman við niðurstöður ársins 2016.
Mynd 3. Aukagreiðslur eftir kyni – hlutfall karla og kvenna sem fær aukagreiðslur
Sex af hverjum tíu fá hlunnindi
Með „hlunnindum“ er hér átt við ýmiskonar styrki eða greiddan kostnað eða þar sem vinnustaðurinn leggur starfsmanninum til tæki eða tól sem hann getur bæði nýtt í eigin þágu sem og í þágu vinnustaðarins. Ekki eru alltaf skýr mörk á milli þess hvort fyrirtæki bæti starfsmanni upp kostnað eða hvort um hlunnindi sé að ræða, þó hér sé valin sú leið að nefna þetta „hlunnindi.“
Ríflega sex af tíu fá einhverskonar hlunnindi. Hlutfall kvenna sem fá hlunnindi hækkar lítillega eftir lækkun í fyrra, en er núna 57%. Hlutfall karla sem fá hlunnindi helst óbreytt, eða 71%.
Mynd 4. Fær hlunnindi eftir kyni – hlutfall kvenna og karla sem fá „hlunnindi“
Vinnutími og álag
Vinnutími breytist lítið
Vinnutími fólks í fullu starfi á viku helst því sem næst óbreyttur milli mælinga og hefur nú verið tæpar 43 vinnustundir fimm mælingar í röð. Vinnutími karla er að meðaltali 44,9 stundir en var 45,1 stund fyrir ári. Vinnutími kvenna er 41,7 stundir en var 41,4 stundir fyrir ári.
Mynd 2. Vinnutími á viku í janúar hjá körlum og konum - meðalvinnuvika í klst. hjá körlum og konum
Mynd 2 sýnir meðalvinnuviku í klst. hjá körlum og konum.
Hlutfall karla og kvenna í fullu starfi breytist einnig lítið. Um 89% karla eru í fullu starfi, en hlutfallið var 91% fyrir ári. Hlutfall kvenna í fullu starfi er 70% en var 71% fyrir ári.
Álag mikið en sjaldan sem fólk getur ekki hætt að hugsa um vinnuna eftir að heim er komið
Tæplega 40% telja vinnuálag sitt of mikið (alltof mikið eða heldur of mikið), en flestir telja álagið hæfilegt eða rúm 57%. Þetta er áþekkt hlutfall og hefur verið síðustu ár. Tilfinning margra er sú að álag sé vaxandi og hefur það líka verið endurtekið mynstur í niðurstöðum launakannana SFR síðustu árin.
Rúmur fimmtungur á erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þegar heim er komið, en meirihluti eða 60% segist sjaldan verða fyrir því. Rúmlega einn af hverjum fjórum svarendum segist vera svo þreyttur eftir að heim sé komið að þeir eigi erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. Ríflega einn af hverjum tíu segist oft hafa áhyggjur af því að upp komi vandamál í vinnunni sem viðkomandi geti ekki leyst og tæp 13% segjast oft ekki langa í vinnuna næsta dag.
Eins og áður sagði er rúmur fimmtungur sem á erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna eftir að heim er komið. Karlar eiga erfiðara með það en konur það á einnig við um „stjórnendur,“ „sérfræðinga“ og „sérhæft starfsfólk og tækna“ í meira mæli en aðrar stéttir.
Ríflega einn af hverjum tíu hefur áhyggjur af því að upp komi vandamál í vinnunni sem hann getur ekki leyst og eru slíkar áhyggjur algengari meðal ungs fólks en þeirra sem eldri eru. Einnig er algengara meðal ungs fólks að því langi ekki í vinnuna næsta dag en það er sjaldgæft meðal elsta hópsins.
Launamunur kynjanna
Kynbundinn launamunur hefur vaxið síðan 2013
Munur á heildarlaunum fullvinnandi karla og fullvinnandi kvenna er rúm 20% og er það álíka munur og hefur verið undanfarin sex ár. Skv. mælingum Hagstofu voru laun fullvinnandi kvenna 20% lægri en karla árið 2015 á vinnumarkaði almennt og er því munur innan SFR hópsins sá sami og Hagstofan mælir. Heildarlaun fullvinnandi karla pr. vinnustund voru rúmar 3.000 kr. en fullvinnandi kvenna tæplega 2.600 krónur. Laun kvenna pr. vinnustund er rúmlega 15% lægri en karla. Hagstofan birtir þessa tölu undir heitinu „óleiðréttur launamunur“ og mældist hann rúm 17% í gögnum Hagstofunnar fyrir árið 2015. Á almenna vinnumarkaðnum mældist munurinn 17% en 15% hjá opinberum starfsmönnum og 15% hjá ríkisstarfsmönnum. Niðurstöður fyrir SFR hópinn nú endurspegla því niðurstöður Hagstofu fyrir árið 2015. Taka verður samanburði á launum karla og kvenna pr. vinnustund með þeim fyrirvara að vinnutími karla en lengri en kvenna og því stærri hluti launa karla yfirvinnugreiðslur sem eru hærri en laun fyrir dagvinnu.
Tafla 4. Laun pr. vinnustund eftir starfsstéttum
Að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags og atvinnugreinar er munur sem eftir stendur og rekja má til kyns er rúmlega 13% en minnstur mældist munurinn 7% árið 2013. Miklar líkur eru því á því að munurinn hafi aukist frá 2007 miðað við þær forsendur og þær breytur sem notaðar eru við útreikninga.
Eins og sjá má í neðangreindri töflu, hefur launamunur (laun pr. vinnustund) karla og kvenna aukist jafnt og þétt síðustu ár í þremur starfsstéttum af sex.
Tafla 5. Launamunur á launum pr. vinnustund eftir starfsstéttum og árum – konur lægri en karlar
Mynd 6. Kynbundinn launamunur – munur á heildarlaunum karla og kvenna í fullu starfi og munur á heildarlaunum að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags, atvinnugreinar og mannaforráða. Konur lægri en karlar.
Mynd 6 sýnir kynbundinn launamun, fyrst mun á *heildarlaunum fullvinnandi karla og kvenna og svo mun á *** heildarlaunum karla og kvenna að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags, atvinnugreinar og mannaforráða. Konur lægri en karlar. Hlutfallstalan sem sýnd er sýnir hve mikið konur eru lægri en karlar.
Munur á sanngjörnum og raunverulegum launum
Í könnuninni er spurt hvaða laun fólki finnist sanngjörn fyrir sína vinnu, miðað við fullt starf og telja félagsmenn tæpar 582 þúsund vera sanngjörn laun. Munur á sanngjörnum launum og raunverulegum launum hefur farið lækkandi og er svipaður nú og 2016 eða rúm 21%. Þessi munur var mestur 2007 og 2010 þegar hann var tæp 29%.
Líkt og áður munar talsverðu á hvað karlar og konur telja sanngjörn laun fyrir fullt starf. Konur telja sanngjarnt að fá 544 þúsund á mánuði, en karlar telja sanngjarnt að fá 672 þúsund á mánuði fyrir fullt starf. Þar munar 19% á væntingum kynjanna – sem er svipaður munur og fæst séu borin saman heildarlaun karla og kvenna í fullu starfi. Má því segja að launavæntingar kynjanna og sá veruleiki sem kynin búa við fari saman. Sama mynstur hefur komið fram í niðurstöðunum síðustu ár.
Heildarlaun karla hærri en kvenna í öllum starfsstéttum
Þegar launamyndun fólks í fullu starfi er skoðuð má sjá að konur hafa 93% af grunnlaunum karla en 79% af heildarlaunum karla. Vinnutími karla er rúmlega þremur stundum lengri en kvenna á viku, sem gera um 14 tíma á mánuði. Aukagreiðslur til kvenna eru lægri en til karla, sem að hluta til skýrist af skemmri vinnutíma, sérstaklega yfirvinnugreiðslur, en einnig óunnin yfirvinna og aðrar greiðslur.
Ef launamyndun er skoðuð eftir starfsstéttum og kyni, má sjá að karlar fá hærri heildarlaun en konur í öllum starfstéttum. Mun minni munur er á grunnlaunum karla og kvenna en heildarlaunum, og grunnlaun kvenna hærri en karla í „sölu-/afgreiðslustörfum“ og „stjórnunarstörfum.“ Í myndinni sést að launamunur karla og kvenna í fullu starfi verður fyrst og fremst til vegna aukagreiðslna sem karlar fá umfram konur, sem að hluta til skýrist af lengri vinnutíma þeirra, eins og áður sagði.
Mynd 5. Launamyndun eftir starfsstétt og kyni
Mörk 5% hæstu og 5% lægstu launa SFR
Með því að bera saman 5% mörk þeirra lægst launuðustu og þeirra hæst launuðustu fæst mynd á launabilið hjá félagsmönnum. Þau 5% sem eru með lægstu heildarlaun eru með 297 þúsund krónur á mánuði eða lægra, en þau 5% sem hæst hafa launin eru með tæpar 866 þúsund á mánuði eða hærra. Það þýðir að mörk 5% lægstu launa eru rúmur þriðjungur af mörkum 5% hæstu launa. Einnig mætti segja að mörk 5% hæstu launa séu nærri þreföld á við mörk 5% lægstu launa. Munur á mörkum hæstu og lægstu 5% hefur haldist sá sami í stórum dráttum síðustu ár. Mörk 5% hæstu og lægstu hafa hækkað um 30% frá 2013 og um 50% frá 2010. . Launabil grunnlauna hefur almennt verið minna en heildarlauna og á það einnig við nú.
Svipuð ánægja með laun og fyrir ári
Í mælingunni árið 2016 var í fyrsta skipti síðan 2009 minnihluti félagsmanna óánægður með laun sín, en meirihluti félagsmanna hefur að jafnaði verið óánægður með launin síðan Gallup hóf að mæla viðhorf til launa árið 2007. Tæplega helmingur er óánægður með laun sín nú líkt og fyrir ári. Til samanburðar má nefna að árið 2015 voru tæp 55% óánægð með laun sín. Um 27% eru ánægðir með laun sín í ár og er það svipað hlutfall og fyrir ári.
Spurt var „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með launakjör þín?“ Svarkvarðinn var „Mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), frekar óánægð(ur) og mjög óánægð(ur).“ – Hlutfall þeirra sem eru frekar eru mjög ánægðir er tekið saman undir „ánægðir“ og hlutfall þeirra sem eru frekar eru mjög óánægðir er tekið saman undir „óánægðir.“
Karlar eru lítið eitt ánægðari með laun sín en konur að venju og starfsfólks á landsbyggðinni er heldur ánægðara með laun sín en starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Af starfsstéttum eru sölu- og afgreiðslufólk og stjórnendur ánægðast og af atvinnugreinum er mest ánægja með laun meðal starfsfólks í heildsölu og smásölu og landbúnaði, orkustofnunum og skógrækt.
Samanburður milli félaga
Samanburður á launum VR, SFR og St.Rv.
Í þessum samanburði eru borin saman heildarlaun VR, SFR og St.Rv. félaga. Aðeins eru skoðuð laun fólks í 100% starfi.
Fyrst eru borin saman heildarlaun, þá heildarlaun pr. vinnustund og að lokum gerð aðhvarfsgreining. Aðhvarfsgreiningin er gerð þar sem samsetning félaganna er um margt ólík og í aðhvarfsgreiningunni er tekið tillit til þátta sem áhrif hafa á laun og eru það þættir sem aðilar í samstarfinu eru sammála um að taka eigi tillit til við útreikninga. Þetta eru kyn, aldur, aldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa aldurs), vinnutími, starfsaldur og starfsaldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa starfsaldurs), þá er tekið tillit til sex yfirflokka starfsstétta, menntunar og vaktaálags. Sú greining sýnir áhrif stéttarfélags á laun að teknu tilliti til ofangreindra þátta. Ekki er hægt að taka tillit til atvinnugreina, eins og gefur að skilja, og þá er mannaforráðum bætt við greininguna 2017 og kannað hvaða áhrif það hefur að bæta þeirri breytu við.
Samanburður VR og SFR
Heildarlaun VR félaga í 100% starfi eru rúmar 633 þúsund en heildarlaun SFR félaga er tæpar 503 þúsund. VR félagar eru því með 26% hærri laun en SFR félagar fyrir fullt starf.
Ef borin eru saman laun pr. vinnustund eru laun VR félaga pr. vinnustund 3.424 krónur en SFR félaga 2.713 krónur og VR félagar því einnig með 26% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður og því litlar breytingar á launamuni félagsmanna þó tillit sé tekið til vinnutímans. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (26%) en karla (21%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum.
Í töflunni hér að neðan eru svo niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir tímabilið 2011-2017 þar sem borin eru saman heildarlaun fólks í 100% starfi að teknu tilliti til þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Taflan sýnir hve mikið laun SFR félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félagsmanna.
Einnig má sjá myndræna framsetningu hér að neðan, en myndin sýnir vel að dregið hefur saman með félögunum og munurinn minnkað úr 19% í 14% síðan 2011. Ef mannaforráðum er bætt við jöfnuna, minnkar munurinn í 13% sem laun SFR félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félaga.
Í aðhvarfsgreiningu á launamuni félaganna fyrir hvort kyn fyrir sig kemur fram sama mynstur og ef borin eru saman heildarlaun og sýnir greiningin að launamunur er meiri meðal kvenna en karla. VR konur hafa 17% hærri laun en SFR konur (vikmörk 2,7%) en VR karlar hafa 11% hærri laun en SFR karlar (vikmörk 3,4%). Ef mannaforráðum er bætt við jöfnuna þyrftu laun SFR kvenna að hækka um 16% til að ná VR konum (vikmörk 2,7%) og SFR karlar þyrftu að hækka um 12% til að ná VR körlum (vikmörk 3,4%).
Heildarlaun starfsstétta hækka um 6 til 15%
Eins og áður sagði, hækka grunnlaun og heildarlaun um 8-9% milli ára, en hækkun ólíkra starfsstétta er mismunandi.
Grunnlaun „stjórnenda“ og „sérhæfðs starfsfólks og tækna“ hækka mest eða um 12%. Ekki mældist hækkun hjá „sérfræðingum,“ en laun sérfræðinga hækkuðu einna mest milli áranna 2015 og 2016, eða um 14%. Heildarlaun „sölu- og afgreiðslufólks“ hækka mest eða um 15%. „Stjórnendur“ hækkuðu næst mest eða um 11%. Heildarlaun annarra starfsstétta hækkuðu álíka mikið eða um 6-8%.
Tafla 1. Breytingar á grunnlaunum og heildarlaunum milli ára (starfsfólk í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf)
Hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og kyni
Í töflunni hér að neðan má sjá hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og heildarhækkunina frá 2012. Eins og sjá má hafa laun sérhæfðs starfsfólks og tækna hækkað mest frá 2012. Þetta eru starfsstéttir eins og kerfisfræðingar, lyfjatæknar, félagsliðar, eftirlitsfulltrúar, fangaverðir, sjúkraliðar og rannsóknarmenn. Karlar eru meirihluti í þessum yfirflokki og eru heildarlaun karla rúm 606 þúsund og kvenna tæpar 454 þúsund.
Tafla 2 . Hækkun heildarlauna eftir starfsstéttum og árum (fólk í 100% starfi – uppreiknuð laun)
Ef skoðaðar eru breytingar frá síðasta ári má sjá að laun kvenna og karla hækka álíka mikið, karlar hækka um rúmlega 8% og konur um tæplega 9% eins og áður hefur komið fram. Þetta er þó aðeins mismunandi milli starfaflokka. Þegar starfsstéttirnar „stjórnunarstörf,“ „sérhæft starfsfólk og tæknar“ og „skrifstofustörf“ eru skoðuð hækka karlar og konur álíka mikið í launum. Í flokknum „sérfræðingar með háskólamenntun“ hækka konur aftur á móti meira en karlar, eða um 11% á meðan karlar hækka um 2%. Hópurinn „sölu-/afgreiðslustörf“ er lítill og í þessum starfahópi eru því nokkrar sveiflur í launum milli ára. Hópurinn „Skrifstofustörf í afgreiðslu“ er enn minni og því ekki hægt að aðgreina niðurstöður kynjanna þar.
Tafla 3. Hækkun heildarlauna 2016-2017 eftir starfsstéttum og kyni (fólk í 100% starfi – uppreiknuð laun)
Aukagreiðslur og hlunnindi
Átta af tíu fá aukagreiðslur
Þegar spurt er hvað sé innifalið í heildarlaunum nefna 81% einhverjar greiðslur. Hlutfallið lækkar aðeins miðað við það sem hæst var árin 2007 og 2008 þegar 85% fengu einhverjar aukagreiðslur. Um 40% fá greiddar yfirvinnugreiðslur skv. unnum yfirvinnutímu, eða 5% hærri en árið 2016. Hæst var hlutfallið 53% árið 2007, en hefur farið lækkandi síðan. Á hinn bóginn hefur þeim fjölgað undanfarin ár sem fá greidda „óunna“ yfirvinnu. Hlutfallið nú tæplega 26% en var lægst 17% árið 2007. Fjórðungur fékk greitt vaktaálag og svipað hlutfall fékk fæðishlunnindi. Líkt og í fyrri könnunum fá færri konur aukagreiðslur en karlar. Tæplega fjórðungur kvenna fá engar aukagreiðslur en aðeins 10% karla sem kemur heim og saman við niðurstöður ársins 2016.
Mynd 3. Aukagreiðslur eftir kyni – hlutfall karla og kvenna sem fær aukagreiðslur
Sex af hverjum tíu fá hlunnindi
Með „hlunnindum“ er hér átt við ýmiskonar styrki eða greiddan kostnað eða þar sem vinnustaðurinn leggur starfsmanninum til tæki eða tól sem hann getur bæði nýtt í eigin þágu sem og í þágu vinnustaðarins. Ekki eru alltaf skýr mörk á milli þess hvort fyrirtæki bæti starfsmanni upp kostnað eða hvort um hlunnindi sé að ræða, þó hér sé valin sú leið að nefna þetta „hlunnindi.“
Ríflega sex af tíu fá einhverskonar hlunnindi. Hlutfall kvenna sem fá hlunnindi hækkar lítillega eftir lækkun í fyrra, en er núna 57%. Hlutfall karla sem fá hlunnindi helst óbreytt, eða 71%.
Mynd 4. Fær hlunnindi eftir kyni – hlutfall kvenna og karla sem fá „hlunnindi“
Vinnutími og álag
Vinnutími breytist lítið
Vinnutími fólks í fullu starfi á viku helst því sem næst óbreyttur milli mælinga og hefur nú verið tæpar 43 vinnustundir fimm mælingar í röð. Vinnutími karla er að meðaltali 44,9 stundir en var 45,1 stund fyrir ári. Vinnutími kvenna er 41,7 stundir en var 41,4 stundir fyrir ári.
Mynd 2. Vinnutími á viku í janúar hjá körlum og konum - meðalvinnuvika í klst. hjá körlum og konum
Mynd 2 sýnir meðalvinnuviku í klst. hjá körlum og konum.
Hlutfall karla og kvenna í fullu starfi breytist einnig lítið. Um 89% karla eru í fullu starfi, en hlutfallið var 91% fyrir ári. Hlutfall kvenna í fullu starfi er 70% en var 71% fyrir ári.
Álag mikið en sjaldan sem fólk getur ekki hætt að hugsa um vinnuna eftir að heim er komið
Tæplega 40% telja vinnuálag sitt of mikið (alltof mikið eða heldur of mikið), en flestir telja álagið hæfilegt eða rúm 57%. Þetta er áþekkt hlutfall og hefur verið síðustu ár. Tilfinning margra er sú að álag sé vaxandi og hefur það líka verið endurtekið mynstur í niðurstöðum launakannana SFR síðustu árin.
Rúmur fimmtungur á erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þegar heim er komið, en meirihluti eða 60% segist sjaldan verða fyrir því. Rúmlega einn af hverjum fjórum svarendum segist vera svo þreyttur eftir að heim sé komið að þeir eigi erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. Ríflega einn af hverjum tíu segist oft hafa áhyggjur af því að upp komi vandamál í vinnunni sem viðkomandi geti ekki leyst og tæp 13% segjast oft ekki langa í vinnuna næsta dag.
Eins og áður sagði er rúmur fimmtungur sem á erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna eftir að heim er komið. Karlar eiga erfiðara með það en konur það á einnig við um „stjórnendur,“ „sérfræðinga“ og „sérhæft starfsfólk og tækna“ í meira mæli en aðrar stéttir.
Ríflega einn af hverjum tíu hefur áhyggjur af því að upp komi vandamál í vinnunni sem hann getur ekki leyst og eru slíkar áhyggjur algengari meðal ungs fólks en þeirra sem eldri eru. Einnig er algengara meðal ungs fólks að því langi ekki í vinnuna næsta dag en það er sjaldgæft meðal elsta hópsins.
Launamunur kynjanna
Kynbundinn launamunur hefur vaxið síðan 2013
Munur á heildarlaunum fullvinnandi karla og fullvinnandi kvenna er rúm 20% og er það álíka munur og hefur verið undanfarin sex ár. Skv. mælingum Hagstofu voru laun fullvinnandi kvenna 20% lægri en karla árið 2015 á vinnumarkaði almennt og er því munur innan SFR hópsins sá sami og Hagstofan mælir. Heildarlaun fullvinnandi karla pr. vinnustund voru rúmar 3.000 kr. en fullvinnandi kvenna tæplega 2.600 krónur. Laun kvenna pr. vinnustund er rúmlega 15% lægri en karla. Hagstofan birtir þessa tölu undir heitinu „óleiðréttur launamunur“ og mældist hann rúm 17% í gögnum Hagstofunnar fyrir árið 2015. Á almenna vinnumarkaðnum mældist munurinn 17% en 15% hjá opinberum starfsmönnum og 15% hjá ríkisstarfsmönnum. Niðurstöður fyrir SFR hópinn nú endurspegla því niðurstöður Hagstofu fyrir árið 2015. Taka verður samanburði á launum karla og kvenna pr. vinnustund með þeim fyrirvara að vinnutími karla en lengri en kvenna og því stærri hluti launa karla yfirvinnugreiðslur sem eru hærri en laun fyrir dagvinnu.
Tafla 4. Laun pr. vinnustund eftir starfsstéttum
Að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags og atvinnugreinar er munur sem eftir stendur og rekja má til kyns er rúmlega 13% en minnstur mældist munurinn 7% árið 2013. Miklar líkur eru því á því að munurinn hafi aukist frá 2007 miðað við þær forsendur og þær breytur sem notaðar eru við útreikninga.
Eins og sjá má í neðangreindri töflu, hefur launamunur (laun pr. vinnustund) karla og kvenna aukist jafnt og þétt síðustu ár í þremur starfsstéttum af sex.
Tafla 5. Launamunur á launum pr. vinnustund eftir starfsstéttum og árum – konur lægri en karlar
Mynd 6. Kynbundinn launamunur – munur á heildarlaunum karla og kvenna í fullu starfi og munur á heildarlaunum að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags, atvinnugreinar og mannaforráða. Konur lægri en karlar.
Mynd 6 sýnir kynbundinn launamun, fyrst mun á *heildarlaunum fullvinnandi karla og kvenna og svo mun á *** heildarlaunum karla og kvenna að teknu tilliti til aldurs, vinnutíma, starfsaldurs, starfsstéttar, menntunar, vaktaálags, atvinnugreinar og mannaforráða. Konur lægri en karlar. Hlutfallstalan sem sýnd er sýnir hve mikið konur eru lægri en karlar.
Munur á sanngjörnum og raunverulegum launum
Í könnuninni er spurt hvaða laun fólki finnist sanngjörn fyrir sína vinnu, miðað við fullt starf og telja félagsmenn tæpar 582 þúsund vera sanngjörn laun. Munur á sanngjörnum launum og raunverulegum launum hefur farið lækkandi og er svipaður nú og 2016 eða rúm 21%. Þessi munur var mestur 2007 og 2010 þegar hann var tæp 29%.
Líkt og áður munar talsverðu á hvað karlar og konur telja sanngjörn laun fyrir fullt starf. Konur telja sanngjarnt að fá 544 þúsund á mánuði, en karlar telja sanngjarnt að fá 672 þúsund á mánuði fyrir fullt starf. Þar munar 19% á væntingum kynjanna – sem er svipaður munur og fæst séu borin saman heildarlaun karla og kvenna í fullu starfi. Má því segja að launavæntingar kynjanna og sá veruleiki sem kynin búa við fari saman. Sama mynstur hefur komið fram í niðurstöðunum síðustu ár.
Heildarlaun karla hærri en kvenna í öllum starfsstéttum
Þegar launamyndun fólks í fullu starfi er skoðuð má sjá að konur hafa 93% af grunnlaunum karla en 79% af heildarlaunum karla. Vinnutími karla er rúmlega þremur stundum lengri en kvenna á viku, sem gera um 14 tíma á mánuði. Aukagreiðslur til kvenna eru lægri en til karla, sem að hluta til skýrist af skemmri vinnutíma, sérstaklega yfirvinnugreiðslur, en einnig óunnin yfirvinna og aðrar greiðslur.
Ef launamyndun er skoðuð eftir starfsstéttum og kyni, má sjá að karlar fá hærri heildarlaun en konur í öllum starfstéttum. Mun minni munur er á grunnlaunum karla og kvenna en heildarlaunum, og grunnlaun kvenna hærri en karla í „sölu-/afgreiðslustörfum“ og „stjórnunarstörfum.“ Í myndinni sést að launamunur karla og kvenna í fullu starfi verður fyrst og fremst til vegna aukagreiðslna sem karlar fá umfram konur, sem að hluta til skýrist af lengri vinnutíma þeirra, eins og áður sagði.
Mynd 5. Launamyndun eftir starfsstétt og kyni
Mörk 5% hæstu og 5% lægstu launa SFR
Með því að bera saman 5% mörk þeirra lægst launuðustu og þeirra hæst launuðustu fæst mynd á launabilið hjá félagsmönnum. Þau 5% sem eru með lægstu heildarlaun eru með 297 þúsund krónur á mánuði eða lægra, en þau 5% sem hæst hafa launin eru með tæpar 866 þúsund á mánuði eða hærra. Það þýðir að mörk 5% lægstu launa eru rúmur þriðjungur af mörkum 5% hæstu launa. Einnig mætti segja að mörk 5% hæstu launa séu nærri þreföld á við mörk 5% lægstu launa. Munur á mörkum hæstu og lægstu 5% hefur haldist sá sami í stórum dráttum síðustu ár. Mörk 5% hæstu og lægstu hafa hækkað um 30% frá 2013 og um 50% frá 2010. . Launabil grunnlauna hefur almennt verið minna en heildarlauna og á það einnig við nú.
Svipuð ánægja með laun og fyrir ári
Í mælingunni árið 2016 var í fyrsta skipti síðan 2009 minnihluti félagsmanna óánægður með laun sín, en meirihluti félagsmanna hefur að jafnaði verið óánægður með launin síðan Gallup hóf að mæla viðhorf til launa árið 2007. Tæplega helmingur er óánægður með laun sín nú líkt og fyrir ári. Til samanburðar má nefna að árið 2015 voru tæp 55% óánægð með laun sín. Um 27% eru ánægðir með laun sín í ár og er það svipað hlutfall og fyrir ári.
Spurt var „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með launakjör þín?“ Svarkvarðinn var „Mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), frekar óánægð(ur) og mjög óánægð(ur).“ – Hlutfall þeirra sem eru frekar eru mjög ánægðir er tekið saman undir „ánægðir“ og hlutfall þeirra sem eru frekar eru mjög óánægðir er tekið saman undir „óánægðir.“
Karlar eru lítið eitt ánægðari með laun sín en konur að venju og starfsfólks á landsbyggðinni er heldur ánægðara með laun sín en starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Af starfsstéttum eru sölu- og afgreiðslufólk og stjórnendur ánægðast og af atvinnugreinum er mest ánægja með laun meðal starfsfólks í heildsölu og smásölu og landbúnaði, orkustofnunum og skógrækt.
Samanburður milli félaga
Samanburður á launum VR, SFR og St.Rv.
Í þessum samanburði eru borin saman heildarlaun VR, SFR og St.Rv. félaga. Aðeins eru skoðuð laun fólks í 100% starfi.
Fyrst eru borin saman heildarlaun, þá heildarlaun pr. vinnustund og að lokum gerð aðhvarfsgreining. Aðhvarfsgreiningin er gerð þar sem samsetning félaganna er um margt ólík og í aðhvarfsgreiningunni er tekið tillit til þátta sem áhrif hafa á laun og eru það þættir sem aðilar í samstarfinu eru sammála um að taka eigi tillit til við útreikninga. Þetta eru kyn, aldur, aldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa aldurs), vinnutími, starfsaldur og starfsaldur í öðru veldi (til að taka tillit til sveiglínu áhrifa starfsaldurs), þá er tekið tillit til sex yfirflokka starfsstétta, menntunar og vaktaálags. Sú greining sýnir áhrif stéttarfélags á laun að teknu tilliti til ofangreindra þátta. Ekki er hægt að taka tillit til atvinnugreina, eins og gefur að skilja, og þá er mannaforráðum bætt við greininguna 2017 og kannað hvaða áhrif það hefur að bæta þeirri breytu við.
Samanburður VR og SFR
Heildarlaun VR félaga í 100% starfi eru rúmar 633 þúsund en heildarlaun SFR félaga er tæpar 503 þúsund. VR félagar eru því með 26% hærri laun en SFR félagar fyrir fullt starf.
Ef borin eru saman laun pr. vinnustund eru laun VR félaga pr. vinnustund 3.424 krónur en SFR félaga 2.713 krónur og VR félagar því einnig með 26% hærri heildarlaun pr. vinnustund en SFR félagar, enda er vinnutími félagsmanna svipaður og því litlar breytingar á launamuni félagsmanna þó tillit sé tekið til vinnutímans. Launamunur milli félaganna á launum pr. vinnustund er meiri meðal kvenna (26%) en karla (21%) og hefur það að jafnaði verið þannig í samanburðinum.
Í töflunni hér að neðan eru svo niðurstöður aðhvarfsgreiningar fyrir tímabilið 2011-2017 þar sem borin eru saman heildarlaun fólks í 100% starfi að teknu tilliti til þeirra þátta sem að ofan eru nefndir. Taflan sýnir hve mikið laun SFR félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félagsmanna.
Einnig má sjá myndræna framsetningu hér að neðan, en myndin sýnir vel að dregið hefur saman með félögunum og munurinn minnkað úr 19% í 14% síðan 2011. Ef mannaforráðum er bætt við jöfnuna, minnkar munurinn í 13% sem laun SFR félaga þyrftu að hækka til að ná launum VR félaga.
Í aðhvarfsgreiningu á launamuni félaganna fyrir hvort kyn fyrir sig kemur fram sama mynstur og ef borin eru saman heildarlaun og sýnir greiningin að launamunur er meiri meðal kvenna en karla. VR konur hafa 17% hærri laun en SFR konur (vikmörk 2,7%) en VR karlar hafa 11% hærri laun en SFR karlar (vikmörk 3,4%). Ef mannaforráðum er bætt við jöfnuna þyrftu laun SFR kvenna að hækka um 16% til að ná VR konum (vikmörk 2,7%) og SFR karlar þyrftu að hækka um 12% til að ná VR körlum (vikmörk 3,4%).
Launatöflur
Skýringar við launatöflu
Í launatöflunum sem birtar eru hér eru gefin upp meðallaun félagsmanna eftir ýmsum bakgrunnsþáttum, þó aðallega starfsstétt. Meðaltal launa er ekki birt nema sex eða fleiri félagsmenn hafi svarað í viðkomandi hópi. Launatölurnar í töflunni með heildar- og grunnlaunum mánaðar byggjast á svörum starfsfólks í 70-100% starfshlutfalli. Laun starfsfólks í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf.
Allar launatöflur PDFZIlJQh+I1NOgD7p+2sLrd+kuG9LS3yV+M2jDgX6beGBP97scP358v/tGPn+b7roU2zYFOIsWLZT4omgQ+We3v58iwNgP8cLNFj9sDadPnxb86Y9b948cOdJYuHD9wX0NgdMAIcVfpoCbwscff2zchXAh1tXVpRUCFVj9kU+ZMsWIAdKurq6WuXPnmh8vnsCvueYakyVurDiGp3YEFSVYgu6y4cZl52FOCOFfocQXRYXId776pBFgbNtuaLgg6+vrnRrZooR46qZ3IoiYBxhcCwijR4+WU6dOGSv5pZdeciwqHLOvCYifBjdj97bG06XXNXb77bd7lkUFGGlAaPCHBwH0f8Kyw3Viu5sRDw+Pfuqv5Qq6LJT4olzwPCA//I4QvFzQ7joM1BbZ/C41j4F+m16/S4g5ft/usuXrt6nlLdYlB2Fl0bJz6ydkcVb2p8z54lXrV1PBk+jkyZONy1D3YYkfFoQWFpH+QdxgaeFGCIH74he/aJ8y4DrO+dznPidvv/22sdZws3UH3FTuvvtu81DgPhbWdr7yKP/CN8Mqoq90YP1qwE0UNy/c8MDXdj+rKL344oty+fJl8Ro4p2npEu5G3CjR/s8884xJ074m1PWr8YMu011jQcYjID+IMDwjsP69Qrb190rP3q8PfPa+fK6r+IaZR1x+l6hTvn6bYfKKY1q0gLNolf/ztWrBX9QBlg/6bmApIMACQv+t9ilq+aqqqhz3M9xFcEF+/etfNzd+jTPQEhYYLO6xY8d6Wsxf/epXBSOZ0Xdl9wtnShs3JvQlY+QzbooQDvSB/fM//7O8++67/U6188hVSDTxa77cKPiLIqjFv3v3bsf97C4HugzQ565997ZF6Y6LbXgrNKBvHxzd14QeD7r0usb8pIN+SdRXxRrt7keYgtbfT1n+6q/+SvA32EPQ36Xf3wzaZevWrf1+l/hd44ExXcjHbzNdPsW0jwI8iFsTVvC3vvUt+dnPfmZqgZsb3Ms6AAc7tT8NFhRecUDAYAq4kbx+SCaS6x9+kHj1KZ372Y56zz33mDL4vbmhzA899JDT/4ebLdySKJ9X0DxgiRfakvEqUy77cRNFPy3axStMnTpV0N5+hPSOO+6Q3/3ud6a90ccI1zXS14F5OpjGK69M+72uMYw9GChAeDHeAP2RCKg3LGE/g7CC1H+gckR9HL87u0sgl/YI+rvEbwaes4FCpt9lpvtGsf02B+KU6/Ehra2tfbipMpAACZAACZAACRSGAAbHsg+4MKyZCwmQAAmQAAmkEKAAp+DgBgmQAAmQAAkUhgAFuDCcmQsJkAAJkAAJpBCgAKfg4AYJkAAJkAAJFIYABbgwnJkLCZAACZAACaQQoACn4OAGCZAACZAACRSGAAW4MJyZCwmQAAmQAAmkEKAAp+DgBgmQAAmQAAkUhgAFuDCcmQsJkAAJkAAJpBCgAKfg4AYJkAAJkAAJFIYABbgwnJkLCZAACZAACaQQoACn4OAGCZAACZAACRSGAAW4MJyZCwmQAAmQAAmkEKAAp+DgBgmQAAmQAAkUhsCQAwcO9OFbsQwkQAIkQAIkQAKFITB06FD5/wKwx4XpHj59AAAAAElFTkSuQmCC" />
Launatöflur
Skýringar við launatöflu
Í launatöflunum sem birtar eru hér eru gefin upp meðallaun félagsmanna eftir ýmsum bakgrunnsþáttum, þó aðallega starfsstétt. Meðaltal launa er ekki birt nema sex eða fleiri félagsmenn hafi svarað í viðkomandi hópi. Launatölurnar í töflunni með heildar- og grunnlaunum mánaðar byggjast á svörum starfsfólks í 70-100% starfshlutfalli. Laun starfsfólks í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf.
Allar launatöflur PDF