Fundir trúnaðarmanna Sameykis 2024 - 2025
Í trúnaðarmannaráði eiga sæti allir trúnaðarmenn Sameykis og stjórn Sameykis. Fagfélög sem eiga aðild að Sameyki hafa heimild til að skipa tvo áheyrnarfulltrúa í ráðið. Hákskóladeild Sameykis hafa rétt á að kjósa tvo fulltrúa í ráðið og Lífeyrisdeildin hefur heimild til að skipa 14 fulltrúa í ráðið.
Leitast er við að halda mánaðarlega fundi með trúnaðarmönnum yfir vetrartímann.
Allt trúnaðarmannaráðið er boðað á fundi í september og desember á haustönn 2024 og í mars og í maí á vorönn 2025.
Minni fundir með afmörkuðum hópum trúnaðarmanna eru svo boðaðir sérstaklega.
Hlutverk ráðsins er að fjalla um þau málefni á fundum sínum sem snerta vinnu og aðstöðu trúnaðarmanna í störfum sínum ásamt fræðslu um þau þjóðfélagsmál sem hæst ber hverju sinni og að gagni koma í störfum trúnaðarmanna. Einnig er það hlutverk trúnaðarmannaráðs að fjalla um kjara-og réttindamál félagsfólks, sérstaklega þegar gera á almenna kjarasamninga.
Trúnaðarmannaráðsfundirnir eru að öllu jöfnu kl. 13:15 - 15:15.