Undir þessum flipa má í framtíðinni finna niðurstöður úr "eldri" könnunum Sameykis um Stofnun ársins.
Nýjustu könnun Sameykis frá 2019 má finna hér.
Eldri kannanir SFR (2006-2018) og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (2012-2018) má finna í flipunum hér fyrir ofan.
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018 voru kynntar 9. maí á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvari ársins.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
- Ríkisskattstjóri
- Reykjalundur
- Vínbúðin - ÁTVR
Meðalstórar stofnanir (20-49 starfsmenn)
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
- Menntaskólinn á Tröllaskaga
- Einkaleyfastofan
Minni stofnanir (færri en 20 starfsmenn)
- Persónuvernd
- Hljóðbókasafn Íslands
- Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Hástökkvari ársins
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Myndir frá athöfninni á Nordica
Ítarlegar upplýsingar og niðurstöður könnunarinnar má finna hér:
- Sérrit með ítarlegum upplýsingum um niðurstöður könnunarinnar
- Töflur með einkunnum stofnana
- Samanburður stéttarfélaga
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni að þessu sinni.
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar 10. maí 2017 á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvari ársins.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
1. Reykjalundur
2. Ríkisskattstjóri
3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Meðalstórar stofnanir (20-49 starfsmenn)
1. Menntaskólinn á Tröllaskaga
2. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
3. Einkaleyfastofan
Minni stofnanir (færri en 20 starfsmenn)
1. Persónuvernd
2. Hljóðbókasafn Íslands
3. Geislavarnir ríkisins
Hástökkvari ársins
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum
Ítarlegar upplýsingar og niðurstöður könnunarinnar má finna hér:
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni að þessu sinni.Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016 voru kynntar 12. maí 2016 í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvari ársins.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
1. Ríkisskattstjóri
2. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
3. Reykjalundur
Meðalstórar stofnanir (20-49 starfsmenn)
1. Menntaskólinn á Tröllaskaga
2. Einkaleyfastofan
3. Landmælingar Íslands
Minni stofnanir (færri en 20 starfsmenn)
1. Héraðsdómur Suðurlands
2. Hljóðbókasafn Íslands
3. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálavernd
Hástökkvari ársins
Framhaldsskólinn á Laugum
Ítarlegar upplýsingar og niðurstöður könnunarinnar má finna hér:
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 voru kynntar 7. maí 2015 í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvarar ársins.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
1. Ríkisskattstjóri
2. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
3. Reykjalundur
Meðalstórar stofnanir (20-49 starfsmenn)
1. Menntaskólinn á Tröllaskaga
2. Einkaleyfastofan
3. Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Minni stofnanir (færri en 20 starfsmenn)
1. Héraðsdómur Suðurlands
2. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
3. Persónuvernd
Hástökkvarar ársins
- Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
- Minjastofnun Íslands
Ítarlegar upplýsingar:
Niðurstöður úr vali á Stofnun ársins 2014 voru kynntar í maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár eins og áður, hver í sínum stærðarflokki.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
- Sjálfsbjargarheimilið
- Ríkisskattstjóri
- Sérstakur saksóknari
Meðalstórar stofnanir (20-49 starfsmenn)
- Einkaleyfastofan
- Menntaskólinn á Tröllaskaga
- Landmælingar Íslands
Litlar stofnanir (færri en 20 starsmenn)
- Héraðsdómur Suðurlands
- Hljóðbókasafn
- Sýslumaðurinn á Siglufirði
Hástökkvari ársins 2014
- Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sérrit SFR með niðurstöðum könnunarinnar 2014 má nálgast hér.
Niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2013 voru kynntar í maí á Hilton Reykjavík Nordica Hótel að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins voru þrjár eins og áður, hver í sínum stærðarflokki.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
- Sérstakur saksóknari
- Umferðarstofa
- Lyfjastofnun
Meðalstórar stofnanir (20 til 49 starfsmenn)
- Landmælingar
- Skipulagsstofnun
- Einkaleyfastofa
Litlar stofnanir (færri en 20)
- Sýslumaðurinn á Siglufirði
- Héraðsdómur Suðurlands
- Hljóðbókasafn
Hástökkvari ársins 2013
- Þróunarsamvinnustofnun
Sérrit SFR með niðurstöðum könnunarinnar 2013 má nálgast hér.
Niðurstöður úr vali á Stofnun ársins 2012 voru kynntar í maí á Hilton Reykjavík Nordica Hótel. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvari ársins.
Stórar stofnanir (50 starfsmenn og fleiri)
- Sérstakur saksóknari
- Umferðarstofa
- Ríkisskattstjóri
Meðalstorar stofnanir (20 til 49 starfsmenn)
- Landmælingar Íslands
- Skipulagsstofnun
- Skattrannsróknarstjóri
Litlar stofnanir (færri en 20 starfsmenn)
- Persónuvernd
- Sýslumaðurinn á Siglufirði
- Blindrabókasafn Íslands
Hástökkvari ársins 2012
- Sýslumaðurinn í Borgarnesi.
Sérrit með niðurstöðum könnunarinnar 2012 má nálgast hér.
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2011 voru kynntar á Nordica hóteli föstudaginn 13. maí, en þetta er í sjötta sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins.
Stærri stofnanir
- Sérstakur saksóknari
- Ríkisskattstjóri
- Landgræðsla ríkisins
Minni stofnanir
- Sýslumaðurinn í Vík
- Norðurlandsskógar
- Blindrabókasafn Íslands
Hástökkvari ársins 2013
- Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Sérrit SFR með niðurstöðum könnunarinnar 2011 má nálgast hér.
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2010 voru kynntar á Nordica hóteli föstudaginn 7. maí, en þetta er í fimmta sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins.
Stærri stofnanir
Umferðarstofa
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi
Landgræðsla ríkisins
Minni stofnanir
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Sýslumaðurinn í Vík
Skattrannsóknarstjóri
Hástökkvari ársins 2011
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2009 voru kynntar á Nordica hóteli föstudaginn 8. maí, en þetta er í fjórða sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins.
Stærri stofnanir
Umferðarstofa
Ríkisskattstjóri
Sjálfsbjargarheimilið
Minni stofnanir
Sýslumaðurinn í Vík
Biskupsstofa
Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Hástökkvari ársins 2010
Siglingamálastofnun Íslands
SFR blaðið með niðurstöðum um Stofnun ársins 2009
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2008. Þetta var í þriðja sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins.
Stærri stofnanir
Ríkisskattstjóri
Umferðarstofa
Sjálfsbjargarheimilið
Minni stofnanir
Skattrannsóknarstjóri
Sýslumaðurinn í Vík
Skattstofa Austurlands
Hástökkvari ársins 2008
Sýslumaður Snæfellinga
Stofnanir í einkunnaröð, stafrófsröð, stærri og minni stofnanir
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2007. Þetta var í annað sinn sem SFR stendur að vali á Stofnun ársins.
Stofnun ársins
Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Biskupsstofa
Skattstofa Suðurlands
Hástökkvari ársins 2007
Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA)
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2006. Það ár var fyrsta árið sem SFR stóð fyrir að vali á Stofnun ársins.
Stofnun ársins:
Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Biskupsstofa
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018 voru kynntar 9. maí 2018 á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og Hástökkvari ársins.
Stórar stofnanir – með 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti – Norðlingaskóli, einkunn: 4,56
Norðlingaskóli náði ekki inn á lista í fyrra en kemur sterkur inn og fer beint í efsta sætið í sínum flokki.
Skólinn tók til starfa í ágúst 2005 og eru starfsmenn skólans eru um 90 talsins.
2. sæti –Frístundamiðstöðin Gufunesbær, einkunn: 4,46
Frístundamiðstöðin Gufunesbær var stofnuð haustið 1998. Félagsmiðstöðin bætti sig nokkuð í einkunn milli ára en verður samt að sætta sig við annað sætið eins og í fyrra.
3. sæti Orkuveita Reykjavíkur, einkunn: 4.43
Orkuveita Reykjavíkur sef. er móðurfyrirtæki í samstæðu orku- og veitufyrirtækja. Dótturfyrirtæki OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. Orkuveitan bætti sig í heildareinkunn en er annað árið í röð í 3. sæti.
Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum
1. sæti – Leikskólinn Vallarsel á Akranesi, einkunn 4.59
Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi starfssemi hans hófst árið 1979. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku og er þetta þriðja árið í röð sem skólinn hlýtur titilinn Stofnun Ársins.
2. sæti - Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, einkunn: 4.14
Akurnesingar hafa verið ofarlega í vali á Stofnun Ársins í gegn um árin, lengi vel voru leikskólarnir sem skiptust á efstu sætunum en nú kemur Aðalskrifstofan sterk inn og lendir í 2. sæti þetta árið.
3. sæti - Borgarsögusafn Reykjavíkur, einkunn: 4.12
Borgarsögusafn Reykjavíkur er nýtt sameinað safn í eigu Reykvíkinga sem tók til starfa þann 1. júní 2014 en undir það heyra: Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Viðey.
Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára
Barnavernd Reykjavíkur
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2018 voru kynntar, miðvikudaginn 9. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í áttunda sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins og Félagsbústaða hf. sem tóku þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.
Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í 21 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 12 ár en eins og áður sagði þá er þetta í 8 sinn sem St.Rv. stendur fyrir vali á Stofnun Ársins. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.
Samanburð á einkunnagjöf milli félaga má finna hér
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 28 stofnanir komust á lista í ár og er það nokkur fækkun frá því í fyrra.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, allar stofnanir
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.
Tafla með samanburði milli ára
Stórar stofnanir – með allt að 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti – Frístundamiðstöðin Tjörnin, einkunn: 4,39Frístundamiðstöðin Tjörnin varð til með sameiningu frístundamiðstöðvanna Kamps sem lenti í 1. sæti í þessum flokki í fyrra og Frostaskjóls sem lenti í 2. sæti í fyrra. Tjörnin sér um 13 starfseiningar, 5 félagsmiðstöðvar og 7 frístundaheimili í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum ásamt rekstri á miðlægri stjórnsýslu fyrir borgarhlutann í frístundamálum. Um 2.000 börn og unglingar nýta sér þjónustu frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar á degi hverjum.
2. sæti –Frístundamiðstöðin Gufunesbær, einkunn: 4,37
Frístundamiðstöðin Gufunesbær var stofnuð haustið 1998. Gufunesbær hefur m.a. umsjón með öllum sjö félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi, átta frístundaheimilum við alla grunnskóla í Grafarvogi ásamt því að reka frístundaklúbb fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 10-16 ára.
3. sæti - Orkuveita Reykjavíkur, einkunn: 4.29
Orkuveita Reykjavíkur sef. er móðurfyrirtæki í samstæðu orku- og veitufyrirtækja. Dótturfyrirtæki OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.
Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum
1. sæti – Leikskólinn Vallarsel á Akranesi, einkunn 4.76Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi starfssemi hans hófst árið 1979. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku.
2. sæti - Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness, einkunn: 4.53
Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarnes hefu umsjón og eftirlit með fjármálalegri starfsemi bæjarins ásamt að hafa umsjón með þróunarmálum og upplýsingatækni.
3. sæti - Íþrótta- og tómstundarsvið Seltjarnarness, einkunn: 4.53
Íþrótta- og tómstundasvið nær yfir málefni íþrótta-,tómstunda- og æskulýðsmála Seltjarnarness og hefur umsjón með íþróttamannvirkjum sem eru sundlaug, íþróttahús og knattspyrnuvellir og félagsmiðstöð
Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára
Listasafn Reykjavíkur
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2017 voru kynntar, miðvikudaginn 10. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í sjötta sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn.
Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í rúm 20 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 11 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.
Samanburð á einkunnagjöf milli félaga má finna hér
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 35 stofnanir komust á lista í ár og er ástæðan fyrst og fremst sameining stofnana, t.a.m. voru þær frístundamiðstöðvar sem lentu í 1. og 2. sæti í fyrra sameinaðar í eina. ÍTR er skráð sem einn vinnustaður en í fyrra hafnaði Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur í 1. sæti í flokki minni stofnana.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, allar stofnanir
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.
Tafla með samanburði milli ára
Stórar stofnanir – með 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti – Frístundamiðstöðin Kampur, einkunn: 4,42
Félagsmiðstöðin Kampur hefur starfað frá árinu 2007 og býður hún upp á frístundaiðju fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða. Megináherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Þetta er í fyrsta skipti sem Kampur er valinn stofnun ársins.
2. sæti –Frístundamiðstöðin Frostaskjól, einkunn: 4,41
Frístundamiðstöðin Frostaskjól býður börnum og unglingum í Vesturbæ upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf. Þrátt fyrir hækkun í einkunn milli ára varð Frostaskjól að gefa eftir efsta sætið til Kamps. Reykjavíkurborg hyggst sameina þessar frístundamiðstöðvar á þessu ári.
3. sæti - Norðlingaskóli, einkunn: 4,30
Norðlingaskóli hóf göngu sína í ágúst 2005. Hann er staðsettur í Norðlingaholti í Reykjavík og eru nemendur u.þ.b. 500. Skólinn lenti einnig í þriðja sæti 2015.
Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum
1. sæti – Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, einkunn: 4,90
Á aðalskrifstofu eru fagskrifstofur fjármála, íþróttamála, mannauðsmála og upplýsingatæknimála og bera þær ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins og þeim stofnunum sem undir það heyra. Þetta er í fyrsta skipti sem Skrifsofa ÍTR hlýtur þessa nafnbót.
2. sæti - Leikskólinn Vallarsel, einkunn: 4.70
Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi starfssemi hans hófst árið 1979. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku.
3. sæti - Fossvogsskóli, einkunn: 4.52
Skólaárið 1971-1972 var fyrsta starfsár Fossvogsskóla en skólinn var settur 9. október 1971. Skólinn lenti einnig í þriðja sæti 2015.
Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára
Skrifstofa Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2016 voru kynntar, fimmtudaginn 12. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í fimmta sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn.
Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins síðastliðin 20 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 10 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.
Samanburð á einkunnagjöf milli félaga má finna hér
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 42 stofnanir komust á lista í ár, heldur færri en undanfarin ár.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, allar stofnanir
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.
Tafla með samanburði milli ára
Stórar stofnanir – með 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti – Frístundamiðstöðin Frostaskjól, einkunn: 4,20
Félagsmiðstöðin Frostaskjól hefur starfað frá árinu 1986. Þetta er í annað sinn sem félagsmiðstöðin fær þessa útnefningu.
2. sæti –Seljaskóli, einkunn: 4,18
Seljaskóli tók til starfa haustið 1979. Skólinn stendur við Kleifarsel í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 600.
3. sæti - Norðlingaskóli, einkunn: 4,17
Norðlingaskóli hóf göngu sína í ágúst 2005. Hann er staðsettur í Norðlingaholti í Reykjavík og eru nemendur u.þ.b. 500.
Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum
1. sæti – Leikskólinn Garðasel, einkunn: 4,60
Garðasel er þriggja deilda leikskóli á Akranesi sem var stofnaður 1991. Þetta er í þriðja sinn sem leikskólinn fær þessa útnefningu.
2. sæti - Leikskólinn Vallarsel, einkunn: 4.56
Vallarsel er elsti starfandi leikskólinn á Akranesi starfssemi hans hófst árið 1979. Leikskólinn hefur verið í efstu sætum í stofnun ársins frá upphafi þátttöku.
3. sæti - Fossvogsskóli, einkunn: 4.51
Skólaárið 1971-1972 var fyrsta starfsár Fossvogsskóla en skólinn var settur 9. október 1971.
Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára
Gravarvogslaug, einkunn: 4.07
Laugin er að Dalhúsum 2 í Reykjavík og var opnuð árið 1998.
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2015 voru kynntar, fimmtudaginn 7. maí. Félagsmenn St.Rv. velja nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í fjórða sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn.
Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins síðastliðin 19 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 9 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR.
Samanburð á einkunnagjöf milli félaga má finna hér
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 55 stofnanir komust á lista í ár. Meðaleinkunn þessara stofnanna er 3,91 og hækkar milli ára.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, allar stofnanir
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.
Tafla með samanburði milli ára
Stórar stofnanir – með 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti – Orkuveita Reykjavíkur, einkunn: 4,132
Fjöldi starfsmanna: 385
Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja vinnur að öflun og dreifingu orku og vatns ásamt því að sinna alhliða þjónustu við viðskiptavini. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur eru að Bæjarhálsi í Reykjavík. Upphaf starfsemi Orkuveitunnar má rekja aftur til áranna 1909, þegar vatnsveita var stofnuð í Reykjavík, 1921 þegar Rafstöðin við Elliðaár varð upphaf Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 1930 þegar fyrstu húsin í Reykjavík voru tengd hitaveitu úr Þvottalaugunum í Laugardal. Starfssvæði Orkuveitunnar hefur stækkað umtalsvert og nær nú til Suður- og Vesturlands auk höfuðborgarsvæðisins. Árið 2002 var sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur stofnað en þá sameinuðust Akranesveita, Andakílsárvirkjun og Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar veiturekstrinum á höfuðborgarsvæðinu
2. sæti – Frístundamiðstöðin Frostaskjól, einkunn: 4,097
Fjöldi starfsmanna: 111
Félagsmiðstöðin Frostaskjól hefur starfað frá árinu 1986. Síðan þá hefur þjónusta við hverfisbúa aukist mikið og Frostaskjól breyst í frístundamiðstöð. Frístundamiðstöðin Frostaskjól býður börnum og unglingum í Vesturbæ upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir sem og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis. Frístundamiðstöðin Frostaskjól var í 1. sæti í stærri stofnunum á síðasta ári og í 5 sæti þar áður. Þannig að þetta er þriðja árið í röð sem þeir eru í efstu sætum.
3. sæti - Fræðslusvið Seltjarnarness leik, tón og grunnskóli, einkunn: 4,087
Fjöldi starfsmanna: 150
Innan Fræðslusviðs Seltjarnarness er rekinn grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli. Sviðið hefur auk þess umsjón með daggæslu í heimahúsum. Innan grunnskóla Seltjarnarness starfa 90 manns en í leikskólanum starfa tæplega 58 og tveir fastir starfsmenn í Tónlistarskólanum. Á öllum þessum má sjá að það er rekið metnaðarfullt starf.
Minni stofnanir – með allt að 49 starfsmönnum
1. sæti – Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness, einkunn: 4.576
Fjöldi starfsmanna: 11
Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarness hefur umsjón og eftirlit með fjármálalegri starfsemi Seltjarnarnesbæjar ásamt því að hafa umsjón með þróunarmálum og upplýsingatækni.
2. sæti - Leikskólinn Garðasel á Akranesi, einkunn: 4.508
Fjöldi starfsmanna: 23
Garðasel er þriggja deilda leikskóli sem var stofnaður 1991. Í námskránni er lögð áhersla á lýðræði og jafnrétti. Börnin fá tækifæri til að koma að lýðræðislegum ákvörðunum sem varða leikskólastarfið sjálft, enda er litið svo á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans. Leikskólinn er jafnframt mikilvægur vettvangur til að jafna uppeldisaðstæður barna. Lögð er áhersla á að kennarar og stjórnendur í leikskólum fái svigrúm til að þróa leikskólastarfið á faglegan og skapandi hátt. Námssvið leikskólans eru læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.
3. sæti - Félagsbústaðir, einkunn: 4.436
Fjöldi starfsmanna: 22
Félagsbústaðir er þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði og á og rekur 2.222 leiguíbúðir í Reykjavík. Með stofnun hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegra leiguíbúða hefur reksturinn verið aðgreindur frá borgarkerfinu og hlutverk borgarinnar er að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar og veita nauðsynlegt aðhald varðandi rekstur og fjárhagsstöðu rekstraraðila. Starf félagsins felst m.a. í skrifstofuhaldi og stjórnun, umsjón með nýbyggingum og viðhaldi íbúða auk reglubundins reksturs, s.s. hirðingu lóða og viðhalds íbúða og lóða.
Hástökkvari - hækkar sig mest milli ára
Húsaskóli, einkunn: 4.111
Fjöldi starfsmanna: 36
Húsaskóli er staðsettur í Grafarvogi í Reykjavík. Í stefnu sinni tekur skólinn mið af grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og framtíðarsýn Reykjavíkurborgar. Markmið skólans er að veita öllum nemendum góða menntun og tækifæri til að ná sem bestum þroska til að lifa og starfa í íslensku þjóðfélagi. Einkunnarorðin sem skólinn hefur að leiðarljósi eru; virðing – ábyrgð – vinátta – starfsgleði – samvinna. Lögð er áhersla á að starfsfólk, nemendur og foreldrar tileinki sér einkunnarorðin svo samskiptin einkennist af hlýhug og umhyggju.
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2014 eru kynntar, fimmtudaginn 22. maí. St.Rv. velur nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í þriðja sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR. og St.Rv. auk Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.
Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins síðastliðin 18 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 8 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna St.Rv. og félagsmanna VR og SFR.
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 62 stofnanir komust á lista í ár. Meðaleinkunn þessara 63 stofnanna er 3,79 og hækkar örlítð milli ára.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, allar stofnanir
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.
Stórar stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
1. sæti - Faxaflóahafnir, einkunn: 4,110
Fjöldi starfsmanna: 63
Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Faxaflóahafnir sf. er sameignarfélag í eigu fimm sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Faxaflóahafnir þjóna lykilhlutverki í efnahagslífi landsins. Um hafnirnar fer nánast allur fiskur, hráefni til iðnaðar.
1. sæti – Frístundamiðstöðin Frostaskjól - stærri stofnanir, einkunn: 4,128
Fjöldi starfsmanna: 93
Félagsmiðstöðin Frostaskjól hefur starfað síðan 1986. Síðan þá hefur þjónusta við hverfisbúa aukist mikið og Frostaskjól breyst í frístundamiðstöð. Frístundamiðstöðin Frostaskjól býður börnum og unglingum í Vesturbæ upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis.
2. sæti – Heilbrigðisstofnun Vesturlands, einkunn: 3,923
Fjöldi starfsmanna: 193
Árið 2010 sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Vestur‐ og Norðvesturlandi. Félagsmenn sem svara spurningum starfa allir á Akranesi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Þjónustan skal veitt íbúum umdæmisins og öðrum sem eftir henni leita.Á HVE er lögð áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí‐ og endurmenntun starfsfólks.
3. sæti – Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, einkunn: 3.914
Fjöldi starfsmanna: 650
Þjónustumiðstöðin sinnir þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Hún ber ábyrgð á framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og þar fer fram faglegt samstarf með áherslu á samþætta þjónustu.
Minni stofnanir – 3 efstu með allt að 9 starfsmönnum
1. sæti - Leikskólinn Garðasel á Akranesi, einkunn: 4.574
Fjöldi starfsmanna:23
Garðasel er þriggja deilda leikskóli sem var stofnaður 1991. Í námskránni er lögð áhersla á lýðræði og jafnrétti og litið svo á að börnin séu fullgildir þátttakendur í samfélagi leikskólans. Þau eiga að fá tækifæri til að koma að lýðræðislegum ákvörðunum sem varða leikskólastarfið sjálft. Leikskólinn er jafnframt mikilvægur vettvangur til að jafna uppeldisaðstæður barna. Lögð er áhersla á að kennarar og stjórnendur í leikskólum fái svigrúm til að þróa leikskólastarfið á faglegan og skapandi hátt. Námssvið leikskólans eru læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.
2. sæti - Leikskólinn Vallarsel á Akranesi, einkunn: 4,352
Fjöldi starfsmanna: 34
Vallarsel er sex deilda leikskóli. Hann var stofnaður 1979 og er elsti leikskólinn á Akranesi. Áherslur Vallarsels eru tónlist og leikurinn. Stuðlað er að sem mestum alhliða þroska hvers barns og notuð tónlist sem "verkfæri" til þess. Kennt er í gegnum leikinn. Reynt er að virkja sérhvern einstakling. Lykilorðin í tónlistarstarfinu er fjölbreytni, gleði og gaman.
3. sæti – Frístundamiðstöðin Frostaskjól, einkunn: 4,128
Félagsmiðstöðin Frostaskjól hefur starfað síðan 1986. Síðan þá hefur þjónusta við hverfisbúa aukist mikið og Frostaskjól breyst í frístundamiðstöð. Frístundamiðstöðin Frostaskjól býður börnum og unglingum í Vesturbæ upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis.
Hástökkvari
Innheimtustofnun sveitarfélaga, einkunn: 4.030
Innheimtustofnun sveitarfélaga tók til starfa í ársbyrjun 1972. Hlutverk stofnunarinnar er að innheimta hjá meðlagsgreiðendum meðlög sem Tryggingastofnun ríkisins og umboð hennar hafa greitt þeim sem hafa börn á framfæri.
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins - Borg og bær 2013 voru kynntar, föstudaginn 24. maí. St.Rv. velur nú „Stofnun ársins – Borg og Bær“ í annað sinn. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað, ríki og fleirum.
Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags og VR. St.Rv. bætist nú í hópinn en auk þess tekur Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn. Könnunin er ein stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í 17 ár en SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 7 ár. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. þarna tækifæri til að bera saman viðhorf sinna félagsmanna og hinna sem taka þátt í verkefninu.
Samanburð á einkunnagjöf má finna hér.
Af hverju Stofnun ársins - Borg og bær?
Könnun sem þessi gefur góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis. Starfsmenn geta notað niðurstöðurnar til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Einnig er hér ekki síður tækifæri fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála í stofnuninni og hvar þeir standa í samanburði við aðra. Það er mikilvægt að stjórnendur taki niðurstöðunum með jákvæðu hugarfari og horfi fyrst og fremst á þessa úttekt sem mikilvægt skref til að hlúa að því sem vel er gert og bæta og breyta því sem betur má fara í starfinu.
Í könnun St.Rv. á Stofnun ársins - Borg og bær er leitað eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. 59 stofnanir komust á lista í ár. Meðaleinkunn þessara 59 stofnanna er 3,76 sem er svipuð útkoma og fyrir ári.
Töflur með niðurstöðum:
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, stofnanir með allt að 49 starfsmenn
STOFNUN ÁRSINS BORG OG BÆR, sérrit.